Velkomin í FVA!

upplýsingar fyrir nýja nemendur

Vegna innritunar á haustönn 2021

-ath. upplýsingar vegna innritunar á vorönn 2022 verða aðgengilegar hér síðar.

Innritun á starfsbraut fer fram 1.-28. febrúar.
Áætlað er að afgreiðslu umsókna þessara nemenda verði lokið fyrir lok apríl. Sótt er um á menntagátt.is

Forinnritun 10. bekkinga fer fram 8. mars til 13. apríl
Forinnritun nemenda sem ljúka munu 10. bekk vor 2021 (fæddir 2005 eða síðar) hefst 8. mars og lýkur 13. apríl nk. Nemendur fá sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í umsókn á netinu. Foreldrar fá einnig sent kynningarbréf um umsóknarferlið.

Lokainnritun 10. bekkinga fer fram 6. maí til 10. júní
Nemendur í 10. bekk geta sótt um eða breytt umsóknum sínum á þessu tímabili, allt fram til miðnættis 10. júní.  Einkunnir þeirra flytjast sjálfkrafa frá grunnskólanum inn í umsóknargrunninn.

Umsóknir um dreifnám:
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um dreifnám í húsasmíði, á félagsliðabraut og sjúkraliðabraut. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Hægt er að sækja um rafrænt á menntagátt.is. Við afgreiðslu umsókna nemenda í dreifnám gerir skólinn fyrirvara um inntöku m.a. vegna hópastærða.

Frekari upplýsingar um innritun er að finna á  www.menntagátt.is

Hefur þú spurningar varðandi innritun og nám við FVA?
Sendu skilaboð hér:

8 + 15 =