fbpx

Gjaldskrá

GJALDSKRÁ SKÓLAÁRIÐ 2023-2024

Innritunargjöld

 • Innritun fyrir eina önn kostar 6.000 krónur.
 • Seint gjald (sem leggst við innritunargjald þeirra sem sækja um skólavist eftir að umsóknarfrestur er útrunninn) er 1.500 krónur.
 • Ef greiðsluseðill er greiddur eftir eindaga bætist við vanskilagjald 1.500 krónur.

 

Aðgangur að tölvum

 • Lykilorð að tölvuneti skólans og aðgangur að Innu er 6.000 krónur á önn. Prentkvóti upp á 50 blaðsíður er innifalinn í tölvugjaldi.
 • Nemendafélagsgjöld eru 4.500 krónur á önn (valkvætt).
 • Brautskráning nemenda (sem ekki sækja nám við FVA) er 6.000 krónur.
 • Hætti nemandi við nám í dagskóla eftir greiðslu á skólagjöldum, verður ekki um endurgreiðslu að ræða nema á efnis-, pappírs- og tölvugjaldi.

 

Fjarkennsla – dreifkennsla

 • Kennslugjald er 3.600 krónur á einingu á önn.

 

Efnisgjöld

 • Efnisgjald í myndlist er 5.000 krónur á önn.
 • Efnisgjald fyrir nemendur á starfsbraut er 10.000 krónur á önn.
 • Efnisgjald á afreksíþróttasviði er 40.000 krónur á önn.

 

Nám með vinnu skólaárið 2023 til 2024

 • Nemendur í sjúkraliðanámi með vinnu greiða samtals 54.000 krónur á önn fyrir innritun, aðgang að tölvukerfi og fjar- og dreifkennslu í sérgreinum brautarinnar ef þeir 15 einingar eða meira á önn.
 • Nemendur í húsasmíðanámi með vinnu og nemendur í vélvirkjanámi með vinnu greiða samtals 64.000 krónur á önn í einingagjöld og fyrir innritun, aðgang að tölvukerfi og fjar- og dreifkennslu í sérgreinum brautarinnar ef þeir taka 15 einingar eða meira á önn.
 • Nemendur sem taka færri en 15 einingar á önn, greiða innritunargjald (6.000 krónur.), tölvugjald (6.000 krónur) og til viðbótar greiðist 3.600 króna kennslugjald á hverja einingu.
 • Greiðsla á innritunargjaldi er staðfesting á námi. Hafi nemandi ekki sagt sig úr dreifnámi innan 3ja vikna frá skólasetningu, þá skuldbindur hann sig til að greiða gjöld vegna yfirstandandi annar að fullu. Skrifleg staðfesting þess efnis þarf að berast skrifstofu FVA.

Iðnmeistaranám

 • Nemendur í iðnmeistaranámi greiða fyrir innritun og aðgang að tölvukerfi og fjar- og dreifkennslu í sérgreinum brautarinnar samtals að fjárhæð 12.000 krónur á önn. Auk þess greiða nemendur 5.000 krónur á hverja einingu á önn.
 • Greiðsla á innritunargjaldi er staðfesting á námi. Hafi nemandi ekki sagt sig úr Iðnmeistaranámi innan 3ja vikna frá skólasetningu, þá skuldbindur hann sig til að greiða gjöld vegna yfirstandandi annar að fullu. Skrifleg staðfesting þess efnis þarf að berast skrifstofu FVA.

Ljósritun 

 • Eitt blað öðru megin kostar 25 krónur.
 • Eitt blað báðum megin kostar 30 krónur.
 • Kort í ljósritunarvél:  10 blöð kosta 200 krónur.
 • Kort í ljósritunarvél:  20 blöð kosta 400 krónur.
 • Kort í ljósritunarvél:  50 blöð kosta 750 krónur.
 • Kort í ljósritunarvél:  100 blöð kosta 1200 krónur.
 • Gormabinding: 500 krónur.

 

Heimavist

 • Heimavistargjald fyrir tvíbýli er 41.000 krónur á mánuði, þ.e. 184.500 krónur á önn. Við bætist 2.000 króna lykilgjald sem er endurgreitt þegar lykli er skilað.
 • Heimavistargjald fyrir einstaklingsherbergi er 52.000 krónur á mánuði, þ.e. 234.000 krónur á önn að viðbættu lyklagjaldi.
 • Íbúar á heimavist sem kaupa hádegisverð 4 eða 5 daga í viku fá 20.000 króna afslátt af heimavistargjaldi.
 • Þegar nemandi er skráður á vist greiðir hann 15.000 króna staðfestingargjald sem gengur upp í leigu. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt þó nemandi hætti við að koma á vistina. Þegar nemandi flytur inn á vistina skuldbindur hann sig til að greiða húsaleigu til loka annar jafnvel þótt hann kjósi að flytja af vistinni fyrir annarlok.
 • Greiðslu vegna heimavistargjalds er skipt niður á 4 greiðsluseðla yfir önnina.

   

  Mötuneyti

  • Hádegisverður 5 daga í viku kostar 87.125 krónur á önn. (Meðalverð á máltíð 1.025 kr.)
  • Hádegisverður 4 daga í viku kostar 73.100 krónur á önn. (Meðalverð á máltíð 1.075 kr.)
  • Hádegisverður 3 daga í viku kostar 57.375 krónur á önn. (Meðalverð á máltíð 1.125 kr.)
  • Tíu miða kort kostar 12.000 krónur. (Hver máltíð 1.200 kr.)
  • Stök máltíð kostar á bilinu 1.400 til 1.700 krónur.
  • Verð fyrir 3, 4 og 5 skipti í viku miðast við frá upphafi annar og út prófatíma. Ekki er endurgreitt þótt nemandi nýti ekki alla hádegisverði sem hann á rétt á, þar með talið á prófatíma.
  • Greiðslu vegna vikulegra hádegisverða í mötuneyti er skipt niður á 3 greiðsluseðla yfir önnina.

   

  Þýðingar

  • Þýðing á námsferli eða prófskírteini (á ensku) kostar 2.500 krónur.
  • Þýðing á prófi (á ensku) kostar 15.000 krónur.

   

  Mat á námi út öðrum skólum

  • Mat á námi úr öðrum skólum inn á brautir FVA 10.000 krónur.

   

  Áhugasviðspróf

  • Bendill 2 áhugasviðspróf 3.700 krónur.
  • Bendill 3 áhugasviðspróf 3.700 krónur.

   

  Leiga á skáp

  • Leiga á skáp kostar 1.000 krónur á önn.

   

  Próf úr öðrum skólum

  • Fyrir að þreyta próf úr öðrum skóla greiðir nemandi 2.500 krónur.

   

  Endurtektarpróf

  • Fyrir að þreyta endurtektarpróf þá greiðir nemandi 15.000 krónur

   

  Aukapróf

  • Fyrir að þreyta aukapróf þá greiðir nemandi 25.000 krónur

   

  Yfirferð óháðs prófdómara

  • Fyrir að óska eftir yfirferð óháðs prófdómara yfir lokapróf greiðir nemandi 5.000 krónur.

   

  Dyslexíugreining

  • Fyrir dyslexíugreiningu hjá náms- og starfsráðgjafa greiðir nemandinn 35.000 krónur.

   

  Rútugjald

  • Rútugjald vegna námsferða er að lágmarki 2.000 krónur á hverja ferð.

   

  Lánsgögn af bókasafni

  • Viðmiðunargjald fyrir glötuð eða skemmd gögn er 4.500 krónur.

  Ef ný gögn skemmast eða glatast (tveggja ára), þá gildir innkaupsverð.

   

   

  Leiga á húsnæði skólans (Krækja í reglur um afnot af húsnæði skólans er efst á þessari síðu)

  • Fyrir venjulega kennslustofu í klukkustund, 6.000 krónur.
  • Fyrir tölvustofu í klukkustund, 12.000 krónur.
  • Fyrir verkstæði í klukkustund, 18.000 krónur.
  • Fyrir sal skólans í 5 klukkustundir eða skemmri tíma, 60.000 krónur.
  • Fyrir sal skólans í einn dag (milli klukkan 8 og 24), 120.000 krónur.