fbpx
Heilsuvikan hafin

Heilsuvikan hafin

Heilsuvikan hófst í dag með látum. Sippukeppnin var ótrúlega jöfn og kennarar unnu með naumindum. Í dag kajakróður í boði kl 16. Sjá dagskrána, kynnt daglega á instagram.

read more
Íþróttahúsinu við Vesturgötu lokað

Íþróttahúsinu við Vesturgötu lokað

Vegna ófullnægjandi loftgæða hefur Akraneskaupstaður tekið ákvörðun um að loka hluta íþróttahússins við Vesturgötu frá og með fimmtudeginum 21. september n.k. Ráðist verður strax í endurbætur og íþróttasal og kjallara hússins lokað á meðan. Nánar um fyrirkomulag og...

read more
Aðgangskerfi að heimavist

Aðgangskerfi að heimavist

Fimmtudaginn 21. september verður aðgangskerfið Paxton virkjað á heimavistinni. Það þýðir að hver vistarbúi er með rafrænan lykil að útidyrunum í símanum sínum en venjulegir lyklar ganga ekki lengur að. Áfram eru hefðbundir lyklar að herberginu. Hafðu samband við...

read more

Bóknám

Í FVA er bóknám sem lýkur með stúdentsprófi. Skólinn leggur áherslu á að allir séu velkomnir, fái viðfangsefni við hæfi, vinni vel, líði vel og nái góðum árangri. Skólinn býr nemendur undir nám við allar deildir háskóla.

Verknám

FVA býður upp á nám til starfsréttinda í húsasmíði, húsgagnasmíði, rafvirkjun, vélvirkjun og á sjúkraliðabraut. Hægt er að stunda nám til stúdentsprófs samhliða öllu starfsréttindanámi.

Dreifnám

FVA býður upp á dreifnám í húsasmíði, vélvirkjun og á sjúkraliðabraut. Námið er skipulagt sem fjarnám með staðbundnum lotum. Námið er verkefnadrifið, námshraði einstaklingsbundinn og hentar því vel með vinnu.

Í hnotskurn


FVA tekur þátt í verkefninu 
Heilsueflandi framhaldsskóli frá haustinu 2011 og starfandi er stýrihópur sem vinnur að markmiðum heilsu- og forvarnarstefnu skólans. 

FVA hlaut fyrst jafnlaunavottun árið 2020. Í mars 2023 staðfesti Jafnréttisstofa endurnýjaða vottun á jafnlaunakerfi FVA. Því fylgir nýtt jafnlaunamerki með  ártali fyrir 2023-2026.

 

FVA er grænfánaskóli og leggur áherslu á umhverfismál. Skólinn tekur þátt í innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri þar sem unnið er markvisst að umbótum í þágu umhverfisins.

Samskiptasáttmáli FVA var unninn á vorönn 2023 með aðkomu allra nemenda og starfsfólks. Hann geymir leikreglur fyrir hegðun sem styður við góð og árangursrík samskipti í dagsins önn. Unnur Jónsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði merki sáttmálans í litum skólans.

 


VIÐBRAGÐSÁÆTLUN
Skipulögð og samræmd viðbrögð stjórnenda FVA meðan hætta steðjar að tryggja að hægt sé að halda uppi lágmarksþjónustu og tryggja öryggi nemenda og starfsmanna.


Skruddan, fréttabréf FVA, kemur út vikulega. Þar eru helstu tíðindi af skrifstofuganginum og úr skólalífinu auk tilkynninga um fundi og áhugaverða viðburði á sviði menntamála. Allir geta gerst áskrifendur!