fbpx

Framhaldsskólabraut

Námi á framhaldsskólabraut (FRH) er ætlað að búa nemendur sem ekki hafa náð tilskildum árangri á grunnskólaprófi undir nám á bók- eða verknámsbrautum skólans. Námið er að lágmarki 100 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með framhaldsskólaprófi. Inntökuskilyrði á brautina er að hafa lokið grunnskólaprófi. Gert er ráð fyrir að stór hluti nemenda á framhaldsskólabraut hefji nám á annarri námsbraut í framhaldi af eða samhliða námi á framhaldsskólabraut

Prentvæn útgáfa
Nánari brautarlýsing í námsskrárgrunni

Áfangar á framhaldsskólabraut (100 ein):

Kjarni 32 ein.
Félagsfræði FÉLA 1BY05
Lífsleikni LÍFS 1ÉG02
Líffræði LÍFV 1GN05
Námstækni og hvatning NÁMI 1NH05
Upplýsingatækni UPPT 1UU05 1OF05
Íþróttir ÍÞRÓ 1GH02 1ÍA01 1ÍG01 1ÞR01
Pakkaval 10 ein.
Enska (hæfnieinkunn D) ENSK 1EU05 1GR05
Enska (hæfnieinkunn C) ENSK 1GR05 2EV05
Pakkaval 10 ein.
Danska* (hæfnieinkunn D) DANS 1FO05 1GD05
Danska* (hæfnieinkunn C) DANS 1GD05 2BF05
Pakkaval 10 ein.
Stærðfræði (hæfnieinkunn D) STÆR 1FS05 1RJ05
Stærðfræði (hæfnieinkunn C) STÆR 1RJ05 2VM05
Pakkaval 5 ein.
Íslenska (hæfnieinkunn C, D) ÍSLE 1AL05
Íslenska (hæfnieinkunn B, A) ÍSLE 2RL05
Frjálst val á 1. eða 2. hæfniþrepi 33 ein.

* Í stað dönsku má taka norsku eða sænsku.