Námsáætlanir og val

NEMENDUR

STARFSMENN

ÁFANGAR Í BOÐI

Hvað viltu læra á næstu önn?

Valtímabil fyrir vorönn 2022 er 4. til 11. október nk. Með vali sínu staðfesta nemendur að þeir ætli að stunda nám við skólann á næstu önn.

Valið fer fram í Innu, þau sem vilja aðstoð við að skrá eða breyta vali geta haft samband við áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjöf. Nýnemar fá aðstoð við valið í umsjónartíma.

Fyrirhuguð er áfangakynning á sal skólans 4. október kl. 14:20-15:00 – Fylgist líka með hér og á Instagram.

Leiðbeiningar fyrir val á bóknámsbrautum

Nemendur á stúdentsbrautum þurfa að huga tímanlega að því að velja áfanga í vali á brautunum.

  • Félagsfræðabraut: 20 einingar í vali í samfélagsgreinum og 20 einingar í vali í bóklegum greinum.
  • Náttúrufræðabraut: 20 einingar í vali í raungreinum, stærðfræði og tölvugreinum og 15 einingar í vali í bóklegum greinum.
  • Nemendur á opinni stúdentsbraut sem hafa ekki valið sér svið eiga að panta tíma hjá náms- og starfsráðgjafa til að velja svið og fara yfir námsáætlun.

Nýnemar sem hefja nám við FVA eftir 10. bekk eiga að velja ÍÞRÓ1ÍA01 á fyrsta ári.

Upplýsingar um röð áfanga á stúdentsbrautum má finna hér.

Sýnishorn af ýmsum námsætlunum fyrir brautir skólans:

Félagsfræðabraut xls pdf
Félagsfræðabraut með afreksíþróttasviði xls pdf
Framhaldsskólabraut xls pdf
Náttúrufræðabraut xls pdf
Náttúrufræðabraut með afreksíþróttasviði  xls pdf
Opin stúdentsbraut með íþrótta- og heilsusviði xls pdf
Opin stúdentsbr. með íþrótta- og heilsusviði og afreksíþróttasviði xls pdf
Opin stúdentsbraut með tungumálasviði xls pdf
Opin stúdentsbraut með opnu sviði  xls pdf
Opin stúdentsbraut með viðskipta- og hagfræðisviði xls pdf

 

Leiðbeiningar fyrir val á iðnbrautum

Auk áfanga sem hér eru taldir velja nemendur stærð­fræði, ísl­ensku, dönsku, ensku, lífsleikni og íþróttir. Fjöldi áfanga og hvaða áfangar nemandi tekur fer eftir námshraða hvers og eins.

Nemendur á iðnbrautum þurfa að fylgja því skipulagi sem hér er lýst ef þeir ætla að ljúka brautinni á jafnmörgum önn­um og miðað er við í námskrá.

Rafvirkjun (RAF)

Húsasmíði (HÚS)

Vélvirkjun (VÉL)

Stúdentspróf eftir iðnnám

Öllum sem ljúka iðnnámi gefst kostur á við­bótar­námi til stúdentsprófs. Lýsingu á viðbótarnáminu má finna hér:

Nemendur sem ætla að ljúka iðnnámi og stúd­entsprófi á 8 til 9 önnum þurfa að skipu­leggja nám sitt a.m.k. frá þriðju önn með það fyrir augum að komast áleiðis í bóklegum greinum (eins og ísl­ensku, ensku og stærðfræði) samhliða iðnnáminu. Best er að vinna þetta skipulag í sam­ráði við námsráðgjafa eða áfangastjóra.