fbpx

Bókasafn

„The only thing that you absolutely have to know, is the location of the library“ 
Albert Einstein

Opnunartími

Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:15-16
Föstudaga kl. 8:15-14:00

Starfsfólk

Starfsmaður á bókasafni er Berglind Ósk Þ. Þórólfsdóttir.

Hafa samband

Tölvupóstur: berglind@fva.is
Sími: 433-2514
Facebook
Instagram

Tölvumál

Á bókasafni eru þrjár tölvur til afnota fyrir nemendur og í tölvuveri (staðsett á D-gangi á móti bókasafninu) eru 16 tölvur til afnota fyrir nemendur. Nemendur sem vinna verkefni í tengslum við nám sitt ganga fyrir í tölvurnar.

Nemendur geta sent gögn til prentunar á prentara bókasafnsins, hann heitir prent-bokasafn og er staðsettur við dyrnar hjá D-álmu. Nemendur skólans fá 50 síðna prentkvóta á önn. Hægt er að kaupa viðbótarprentkvóta á bókasafni eða á skrifstofu skólans. Sjá gjaldskrá skólans.

bækur – TÍMARIT

Á bókasafni FVA er að finna um 11.000 eintök bóka og tímarita sem nemendur og starfsfólk FVA hefur aðgang að. Almennt eru bækur lánaðar út í tvær vikur. Á safninu er einnig hægt að fá lánaðar kennslubækur og reiknivélar til innanhússnota.

Tímarit

Upplýsingaþjónusta

Á bókasafni FVA aðstoðar upplýsingafræðingur nemendur við heimildavinnu og upplýsingaöflun. Fjarnemar geta náð sambandi í tölvupósti eða í gegnum Teams á netfangið berglind@fva.is.

aðstaða

Á safninu eru borð fyrir hópavinnu og góð aðstaða til verkefnavinnu í rólegu umhverfi. Nemendur geta einnig komið sér fyrir í sófum og hægindastólum og slakað á í erli dagsins.
Á bókasafni hafa nemendur aðgang að gatara, heftara, karton, liti og ýmsu því sem þarf til frágangs á verkefnum.

 Þarftu aðstoð bókasafns FVA?
Hafðu samband hér:

14 + 10 =