fbpx

sKÓLANÁMSKRÁ

Þessi sextánda útgáfa skólanámskrár Fjölbrautaskóla Vesturlands er gerð er í samræmi við Aðalnámskrá frá 2011 (2. útg. með breytingum frá 2015). Útgáfur 1 til 13 fylgdu aðalnámskrá frá 1999/2004. Fyrir aldamót giltu námsvísar sem skólinn gaf út í samráði við aðra fjölbrautaskóla. Sá fyrsti kom út árið 1978 í samvinnu Flensborgarskólans, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Fjölbrautaskólans á Akranesi.

Skólanámskrá Fjölbrautaskóla Vesturlands byggir á lögum nr. 92 frá 2008 og Almenna hluta námskrár framhaldsskólans sem kom fyrst út árið 2011 en í 2. útgáfu í febrúar 2012. Í skólanámskránni er fjallað um stefnu skólans í einstökum málefnum, framtíðarsýn, áherslur í starfi og markmið. Einnig er fjallað um skólastarfið almennt, námsframboð, kennsluhætti, samskipti og reglur. Námsbrautalýsingar og áfangalýsingar sem í boði eru hverju sinni eru í skólanámskránni. Oft er vísað með slóð á upplýsingar á heimasíðu skólans. Gerð er grein fyrir þjónustu við nemendur, aðbúnaði, réttindum og skyldum þeirra. Fjallað er um áherslur í starfi skólans og leiðir til að stuðla að góðum skólabrag og þar er að finna upplýsingar um félagsstarf nemenda á vegum skólans. Einn hluti skólanámskrárinnar er árleg starfsáætlun þar sem gerð er grein fyrir starfstíma skólans, mikilvægum dagsetningum og öðrum grunnupplýsingum um starfsemina. Skólanámskráin er birt á heimasíðu skólans, www.fva.is, og í reynd er hún fólgin í öllum þeim fjölda upplýsinga og gagna sem þar er að finna.

Hægt er að hlaða niður skólanámskránni á pdf-formi hér að neðan.