fbpx

Stefna FVA

Stefna skólans

Hlutverk framhaldsskóla er bundið í lög nr. 92/2008.

Vinna við sameiginlega þróun og stefnumótun skólans til a.m.k. næstu fimm ára hófst í janúar 2023. Haldnir voru hópvinnufundir með starfsfólki í janúar og maí og lýðræðisfundur nemenda í mars með þátttöku allra. Stefnumótunin er unnin í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið DecideAct og til varð sameiginleg framtíðarsýn og skilgreining á hlutverki skólans á grundvelli hennar og lögbundnu hlutverki, greindar eru grunnstoðir og forgangsverkefni sem verið er að vinna með áfram. Meðal þátta í þessari þróun er stöðug ímyndarvinna og upplýsingagjöf, samskiptasáttmáli og gæðahandbók.