fbpx

Stefna FVA

Stefna skólans

Hlutverk framhaldsskóla er bundið í lög nr. 92/2008.

Stefna Fjölbrautaskóla Vesturlands er að bjóða jafnan fjölbreyttar námsleiðir fyrir ungmenni á öllu Vesturlandi í rótgrónum og framsæknum skóla sem starfar í anda lýðræðislegra kennslu- og stjórnunarhátta. FVA leggur áherslu á jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika í allri starfsemi sinni með hag nemenda og starfsfólks að leiðarljósi.

Framtíðarsýn FVA felst í að nemendur á Vesturlandi eigi bestu mögulegu valkosti á hagnýtu, fjölbreyttu og faglegu bók- og verknámi á svæðinu, að skólabragur sé góður og að FVA sé eftirsóttur vinnustaður sem stenst alla samkeppni.

Markmið skólans er að veita öllum nemendum menntun sem felur í sér sjálfstæða og gagnrýna hugsun, lýðræði og umburðarlyndi og stuðla að heilbrigðum og sjálfbærum lífsháttum.

Í skólanum er leitast við að efla alhliða þroska allra nemenda og búa þá undir virka þátttöku í fjölbreyttu nútímasamfélagi, bæði við störf og áframhaldandi nám.

Markmið, aðgerðir og mælikvarðar hverju sinni er að finna í stefnumiðaðri áætlun FVA sem sett er til þriggja ára í senn, í samræmi við 31. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Stefnuskjalið er aðgengilegt á vef skólans.

Akranesi, maí 2022