fbpx

STARFSLÝSINGAR

 Skólameistari skal m.a.:

 • bera ábyrgð á starfsemi skólans, menntunar- og uppeldishlutverki, þróunarstarfi innan hans, gerð skólanámskrár og innritun nemenda,
 • bera ábyrgð á eignum, fjárreiðum og öðrum rekstri skólans,
 • vinna með skólanefnd að gerð fjárhags- og starfsáætlana til lengri og skemmri tíma og sjá til þess að þeim sé framfylgt,
 • sjá um að lögum, reglugerðum og námskrá sé framfylgt,
 • ráða, að höfðu samráði við skólanefnd, starfsfólk skóla eftir því sem gildandi lög segja til um og skipta með þeim verkum,
 • hafa yfirumsjón með starfi kennara og annarra starfsmanna skólans og fylgjast með því að þeir ræki skyldur sínar og njóti þeirra réttinda sem þeim ber,
 • sjá til þess að fylgst sé með því að nemendur stundi nám sitt, hlíti þeim reglum sem settar eru og njóti þeirra réttinda sem þeim ber,
 • taka afstöðu til og úrskurða um álitamál vegna innra starfs og starfstíma skólans,
 • sjá um tengsl skólans út á við, m.a. við aðstandendur nemenda, aðra skóla og aðila á öðrum sviðum atvinnulífsins,
 • vera framkvæmdastjóri skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt,
 • vera oddviti skólaráðs,
 • kalla saman kennarafundi,
 • bera ábyrgð á innra mati á starfi skólans,
 • bera ábyrgð á því að starfsemi skólans sé kynnt,
 • sjá til þess að fyrir liggi upplýsingar um skólastarfið og að nauðsynlegar skýrslur um það séu gerðar,
 • hafa umsjón með rekstri skrifstofu skólans.

Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara og vinnur með honum við daglega stjórn skólans. Hann skal m.a.:

 • hafa umsjón með gerð vinnumats og vinnuskýrslna,
 • hafa umsjón með innritun, kennsluskiptingu og stundatöflugerð,
 • hafa eftirlit með því að námsferill brautskráðra nemenda sé í samræmi við gildandi reglur,
 • hafa umsjón með starfi kennara, nemenda og annarra starfsmanna skólans, taka á agamálum og fylgjast með því að þeir ræki skyldur sínar og njóti þeirra réttinda sem þeim ber,
 • hafa umsjón með húsnæði og eignum skólans, þ.m.t. heimavist, og sjá m.a. um að störf umsjónarmanns húsnæðis séu í samræmi við settar reglur,
 • hafa umsjón með tengslum skólans við þá er láta sig störf hans varða, t.d. aðstandendur nemenda, yfirvöld og aðila á öðrum sviðum atvinnulífsins,
 • hafa umsjón með gerð skólanámskrár,
 • hafa umsjón með námskeiðum á vegum skólans,
 • hafa umsjón með gæðastarfi og sjálfsmati innan skólans,
 • hafa umsjón með framkvæmd útskriftar, þ.m.t. gerð og þýðingu skírteina,
 • hafa umsjón með félagslífi nemenda.

Áfangastjóri skal m.a.:

 • hafa umsjón með rekstri áfangakerfis við skólann,
 • sjá um skráningu upplýsinga um nemendur er innritast í skólann, mat á námi frá öðrum skólum, færslu námsferilsskrár og miðlun slíkra upplýsinga til kennara og skólastjórnenda,
 • hafa umsjón með áætlanagerð um námsframboð,
 • hafa umsjón með fjarvistaskráningu,
 • hafa umsjón með námsvali nemenda í samráði við náms- og starfsráðgjafa skólans og umsjónarkennara,
 • hafa umsjón með gerð stundaskrár, prófstjórn og úrvinnslu einkunna,
 • hafa umsjón með skiptingu nemenda í umsjónarhópa.

Fjármálastjóri skal m.a.:

 • gera fjárhagsáætlanir,
 • gera rekstraráætlanir í samráði við skólameistara,
 • hafa eftirlit með innkaupum á eignum og rekstrarvörum í samráði við skólameistara, umsjónarmann húsnæðis, deildarstjóra og aðra þá sem hafa forstöðu á einstökum sviðum skólans,
 • sjá um og færa bókhald skólans, sjóða og deilda sem reknar eru á ábyrgð skólans,
 • hafa yfirumsjón með og sjá um afstemmingar reikninga skólans,
 • sjá um innheimtu sér- og ríkistekna,
 • hafa umsjón með greiðslu reikninga,
 • hafa yfirumsjón með fjárreiðum nemendafélags og aðstoða gjaldkera nemendafélags við færslu bókhalds þess,
 • kostnaðarmeta nýja eða breytta starfsemi svo sem fyrirhugaðar námsbrautir,
 • gefa að beiðni skólameistara yfirlit um fjárhagsstöðu skóla með tilliti til fjárheimilda á hverjum tíma og hvenær sem þurfa þykir,
 • ganga frá mánaðarlegum launagögnum starfsmanna í samráði við skólameistara og aðstoðarskólameistara (annast launabókhald skólans).

Skólanefnd skal m.a.:

 • marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf,
 • stuðla að bættu samstarfi skóla og atvinnulífs í viðkomandi byggðarlagi. Í því skyni er skólanefnd heimilt að setja á fót sérstakar ráðgjafarnefndir sem í skulu sitja fulltrúar skóla, launþega og atvinnurekenda,
 • vera skólameistara til samráðs um námsframboð skóla,
 • staðfesta skólanámskrá að fenginni umsögn almenns skólafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,
 • veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar,
 • vera skólameistara til samráðs um fjárhæð þeirra gjalda sem skólameistari ákveður skv. 45. gr.,
 • vera skólameistara til samráðs um samninga sem skólinn gerir,
 • vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál,
 • veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara.

Fundir skólanefndar
Fundir skólanefndar eru haldnir ekki sjaldnar en 4 sinnum á ári, að jafnaði á starfstíma skóla og eftir þörfum utan starfstíma skóla. Þeir eru boðaðir með dagskrá ekki síðar en viku fyrir fyrirhugaðan fund, með bréfi sem jafnframt inniheldur fundargerð síðasta fundar.
Fundirnir eru haldnir í skólanum og er miðað við að þeir standi frá kl. 17 – 19.
Boði nefndarmaður forföll er reynt að fá varamann í hans stað.
Skólameistari leitast við að halda stjórnarmönnum upplýstum um málefni skólans á hverjum tíma. Auk þess skal leitast við að utan fundartíma hafi skólameistari og formaður skólanefndar samband svo oft sem nauðsyn krefur.

Náms- og starfsráðgjafi skal m.a.:

 • skipuleggja og sjá um framkvæmd náms- og starfsfræðslu í skólanum,
 • annast ráðgjöf um náms- og starfsval,
 • annast persónulega ráðgjöf,
 • taka þátt í að skipuleggja ýmsar aðgerðir til að stuðla að betri líðan nemenda í skólanum,
 • fylgjast með námsgengi nemenda sem til hans leita eða til hans er vísað og gera tillögur til úrbóta gerist þess þörf,
 • liðsinna kennurum vegna námsvanda einstakra nemenda,
 • hafa samband við forráðamenn nemenda þegar þörf er á,
 • fylgjast með nýjungum á sviði náms- og starfsráðgjafar,
 • taka þátt í kynningarstarfi í samráði við stjórnendur, 
 • taka saman skýrslu um starfsemina í lok hvers skólaárs.

Verkefnastjóri afreksíþróttasviðs skal m.a.:

 • kynna sviðið fyrir grunnskólanema og forráðamenn þeirra í FVA,
 • viðhalda og endurnýja kynningarefni um sviðið,
 • hafa milligöngu milli skólans og aðildarfélaga ÍA um úrvinnslu umsókna inn á sviðið,
 • viðhalda facebook síðu nemenda og þjálfara á afreksíþróttasviði,
 • vera fulltrúi FVA í faghópi um afreksíþróttasvið ásamt fulltrúum frá ÍA og Akranesbæ,
 • vera fjármálastjóra til ráðgjafar varðandi gerð rekstraráætlana og kynna þær fyrir öðrum hagsmunaaðilum,
 • skipuleggja og sjá um bóklegan hluta kennslunnar á sviðinu,
 • skila til stjórnenda FVA og annarra hagsmunaaðila skriflegri samantekt á starfi sviðsins í lok hvers skólaárs,
 • sjá um fjarvistabókhald nemenda á sviðinu í samstarfi við þjálfara,
 • vera nemendum og þjálfurum á afreksíþróttasviði til ráðgjafar og aðstoðar um mál sem viðkoma sviðinu,
 • halda utan um einkunnagjöf iðkenda og skráningu í INNU í samvinnu við þjálfara,
 • afgreiða umsóknir nemenda um að láta íþróttaiðkun koma í stað skólaíþrótta; bæði í upphafi og lok hverrar annar.

Deildarstjóri starfsbrautar skal m.a.:

 • Ber ábyrgð á skipulagi og daglegri framkvæmd innan deildarinnar.
 • Tengiliður FVA við Akraneskaupstað, grunnskólana, Búsetu, Hvíta húsið, Ferðaþjónustu fatlaðra, vegna nemenda starfsbrautar.
 • Tryggir að starfað sé í samræmi við námskrá starfsbrautar.
 • Hefur eftirlit með að áfangalýsingar, kennsluáætlanir og próf séu í samræmi við námskrá.
 • Sendir kennsluáætlanir til umsjónarmanns tölvukerfis til birtingar á heimasíðu.
 • Hefur umsjón með inntöku nýrra nemenda í samvinnu við skólastjórnendur.
 • Vinnur upplýsingar um fjölda nemenda sem njóta sérkennslu og ADL-þjónustu og skiptingu í þjónustuflokka og sendir til ráðuneytis.
 • Stundatöflugerð í samvinnu við áfangastjóra og kennara.
 • Boðar vikulega til fagkennarafunda og hefur umsjón með faglegu samráði innan deildar og miðlar upplýsingum, m.a. um endurmenntun
 • Sækir deildarstjórafundi og miðlar upplýsingum til kennara deildarinnar.
 • Tekur þátt í kennsluskiptingu í samráði við aðstoðarskólameistara og kennara deildar.
 • Tekur þátt í ráðningum kennara innan deildarinnar.
 • Sér um upplýsingastreymi, m.a. til foreldra og tekur við athugasemdum nemenda, kennara og foreldra gagnvart deildinni og leysir úr eftir þörfum.
 • Tekur þátt í kynningum á námsframboði deildarinnar.
 • Er í reglulegum samskiptum við nemendur, foreldra og skólastjórnendur.
 • Samskipti við umsjónarmann fasteigna og viðeigandi stjórnendur vegna uppfærslu tækjabúnaðar og námsefnis.
 • Gerir áætlanir um störf á sínu sviði og skilar skýrslu um starfsemina í lok skólaárs.
 • Hefur umsjón með vali á námsefni, gerð bókalista og útvegun kennslugagna í sínum námsgreinum.
 • Leiðbeinir nýjum kennurum í sínum námsgreinum.
 • Hefur umsjón með gerð kennsluáætlana innan deildar.
 • Hefur forystu um faglega umræðu um kennslufræðileg málefni innan deildar.

Gæðaráð skal m.a.:

 • styðja við stefnumótandi starfsemi skólans, með það fyrir augum að veita bestu mögulegu þjónustu á hverjum tíma,
 • hafa frumkvæði að því að skjalfesta verkferla sem eru til staðar,
 • beita sér fyrir innleiðingu nýrra verkferla þar sem þá skortir,
 • virkja samstarfsmenn til umbótaverkefna á öllum sviðum,
 • ritstýra gæðahandbók sem nær til allrar starfsemi skólans.
  Gæðaráð skilgreinir gæða- og árangursmælikvarða, hefur yfirsýn um starfsemi skólans, greinir áherslur og leggur fram tillögur að breytingum.
  Gæðaráð er stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki til stuðnings og ráðgjafar varðandi skipulagningu og forgangsröðun umbótaverkefna.

Innkaupastjóri skal m.a.:

 • bera ábyrgð á innkaupum fyrir deildir og svið skólans eins og yfirstjórn skólans ákveður hverju sinni,
 • taka mið af rammasamningum ríkisins,
 • hafa samráð við deildarstjóra, fulltrúa á skrifstofu, umsjónarmann tölvukerfis og matráð við áætlun og ákvörðun innkaupa,
 • funda með deildarstjórum eins og þurfa þykir en þó ekki sjaldnar en tvisvar á önn, t.d. í byrjun annar og í annarlok.

Kennari skal annast, taka þátt í og bera ábyrgð m.a. á eftirfarandi:

 • kennslu, undirbúningi kennslu, námsmati og faglegu samstarfi í kennslugreinum sínum, skv. markmiðum skóla- og aðalnámskrár,
 • gerð kennsluáætlana og prófa í samstarfi við aðra kennara,
 • að viðhalda faglegri hæfni sinni og huga að tengslum við aðrar námsgreinar
 • skráningu fjarvista nemenda sinna,
 • öðru samstarfi vegna starfs síns skv. markmiðum skóla og aðalnámskrár,
 • almennri upplýsingagjöf og upplýsingagjöf vegna sjálfsmats skóla og skólanámskrár,
 • að vera til viðtals fyrir nemendur sína og forráðamenn þeirra,
 • að sitja a.m.k. einn fund á ári/önn með forráðamönnum ólögráða nemenda sinna.
  Kennari situr kennarafundi sem boðaðir eru skv. reglugerð um kennarafundi.

Jafnréttisfulltrúi skal m.a.:

 • Fylgjast með að FVA starfi eftir jafnréttisáætlun m.t.t. kjaramála, auglýsinga, upplýsingagjafar, kynferðislegs/kynbundins áreitis og eineltis.
 • Vera fulltrúi starfsmanna og nemenda í málum er varða jafnrétti.
 • Taka þátt í mótun jafnréttisáætlunar.
 • Kynna og fylgja eftir jafnréttisáætlun.
 • Yfirfara og fylgjast með kyngreindum tölfræðiupplýsingar um starfsemi FVA.
 • Vera milliliður vegna deilumála er lúta að jafnréttismálum.
 • Vera í samskiptum við skólastjórnendur, nemendur og annað samstarfsfólk vegna verkefna sinna.

Aðalstjórn nemendafélags skal m.a.:

 • hafa yfirumsjón með félagslífi nemenda í skólanum og skipuleggja viðburði sem höfða til sem flestra,
 • bera ábyrgð á nemendafélagsgjöldum,
 • ráðstafa fé til einstakra klúbba og starfsemi þeirra. Gjaldkeri nemendafélagsins heldur utan um bókhald félagsins og stendur skil á því til fjármálastjóra,
 • vera fulltrúi skólans á þingum Sambands íslenskra framhaldsskólanema.

Aðalstjórn nemendafélags þjónar nemendum, hefur hagsmuni þeirra að leiðarljósi, bæði í félagslífi og námi, er skólanum til sóma og fyrirmynd innan sem utan FVA.

Umsjónarmaður félagslífs skal m.a.:

 • Stuðla að heilbrigðu og öflugu félagslífi nemenda.
 • Hafa umsjón með félagslífi nemenda og þeirra klúbba sem starfræktir eru innan skólans.
 • Vera í samskiptum við nemendur, skólastjórnendur, fulltrúa félagsmiðstöðvar Hvíta hússins, foreldra og foreldraráð, lögreglu, fulltrúa grunnskóla, félagsráðgjafa, tengiliði FSN og MB vegna verkefna sinna.
 • Vera gæsluaðili á skólaböllum.

Fulltrúi I/skólaritari skal m.a.:

 • annast almenna afgreiðslu, ritvinnslu og móttöku,
 • annast öflun gagna og úrvinnslu þeirra, s.s. skráning, merking, fjölföldun og frágangur,
 • iðla upplýsingum til starfsmanna og nemenda og annarra viðskiptavina.

Fulltrúi II skal m.a.:

 • annast almenna afgreiðslu, ritvinnslu og móttöku,
 • annast öflun gagna og úrvinnslu þeirra, s.s. skráning, merking, fjölföldun og frágangur,
 • miðla upplýsingum til starfsmanna og nemenda og annarra viðskiptavina,
 • hafa umsjón með heimasíðu skólans,
 • sjá um skráningu reikninga í bókhaldskerfi skólans.

Félagsliði skal m.a.

 • vera kennurum til aðstoðar,
 • vinna með nemendum sem þurfa sértæka aðstoð vegna fötlunar,
 • aðstoða nemendur við nám og athafnir í daglegu lífi á skólatíma,
 • vinna að sértækum verkefnum með nemendum.

Deildarstjóri skal m.a.:

 • boða til fagkennarafunda og hafa umsjón með faglegu samráði í sinni grein/greinum,
 • veita stjórnendum upplýsingar og vera þeim til ráðuneytis um mál sem varða kennslu og ráðningu kennara í sinni grein/greinum,
 • sitja deildarstjórafundi og koma boðum frá þeim til kennara í sinni grein/greinum.

Vistarstjóri skal m.a.

 • hafa eftirlit og umsjón með heimavist skólans.

Bókavörður skal m.a.:

 • annast útlán og afgreiðslu, heimilda- og upplýsingaleit,
 • sjá um frágang aðfanga, röðun í hillur, aðstoð við kynningar, grisjun og bókatalningu,
 • aðstoða nemendur við tölvuvinnslu og útprentun ef við á.

Umsjónarmaður húsnæðis skal m.a.

 • hafa umsjón með öllum byggingum skólans,
 • sinna útköllum á kvöldin ef með þarf og reglubundnu eftirliti,
 • sjá um þrif á lóð skólans,
 • skipuleggja og gera tillögur um viðhald og breytingar á húsnæði,
 • bera ábyrgð á að öryggismál séu í lagi,
 • stjórna vinnu starfsmanna á fasteignasviði,
 • koma fram fyrir hönd stofnunarinnar vegna ýmiss konar framkvæmda.

 Ræstingastjóri skal m.a.

 • hafa umsjón og eftirlit með ræstingu.

Aðstoðarmaður skal m.a.

 • sinna næturgæslu á heimavist.

Aðstoð í mötuneyti:

 • Tekur þátt í undirbúningi og frágangi vegna morgunverðarþjónustu og hádegismatar
 • Sinnir sérverkefnum vegna viðburða er fram fara í sal mötuneytis og fundarherbergi, s.s. veislur og fundahöld
 • Tekur þátt í mótun matseðils fyrir mötuneyti FVA.
 • Hefur eftirlit með lagerstöðu.
 • Sinnir afgreiðslu í smáverslun mötuneytisins.
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnanda.