fbpx

Starfsbraut

Starfsbraut (ST4) er ætluð nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild og/eða verið kennt skv. einstaklingsnámskrá í grunnskóla. Nám á starfsbraut er fjögur ár og er á 1. þrepi. Námið er bæði bóklegt og verklegt og miðast við stöðu hvers og eins.

Nemendur geta tekið áfanga af öðrum námsbrautum innan starfsbrautar eða utan allt eftir getu hvers og eins. Nemendur sem taka áfanga utan brautar býðst að taka áfanga innan hennar sem stuðning við nám sitt.

Markmið brautarinnar er að auka sjálfstæði, ábyrgð og frumkvæði nemenda og að veita þeim tækifæri til þess að takast á við verkefni í samræmi við eigin færni og hæfileika. Ennfremur að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í atvinnulífinu og/eða áframhaldandi nám. Mikil áhersla er lögð á sköpun, lýðheilsu og forvarnir ásamt því að veita nemendum tækifæri til að nýta sér þá möguleika sem felast í tækninýjungum. Nemendur brautarinnar eru hluti af skólasamfélaginu og fylgja þeim áherslum sem eru ríkjandi hverju sinni í skólastarfinu.

Prentvæn útgáfa
Nánari brautarlýsing í námsskrárgrunni

Áfangar á starfsbraut (240 ein):

Kjarni
Enska ENSK 1BK05 1FL05
Félagsfræði FÉLA 1VÞ05
Íslenska ÍSLE 1FS05 1KJ05 1UB05 1ÞS05
Lýðheilsa LÝÐH 1LG05 1LK05 1LL05 1LN05 1LS05 1LÚ05
Náttúruvísindi NÁTT 1SB05
Nýnemafræðsla NÝNE 1NÝ05
Starfsnám STAR 1SK05 1SO05 1SS05 1ST05 
Upplýsingatækni UPPT 1RV05 1SA05
Áfangaval félagsfræði 5 ein.
Félagsfræði FÉLA 1FA05
Félagsfræði FÉLA 1SE05
Áfangaval saga 5 ein.
Saga SAGA 1MA05
Saga SAGA 1ÞF05
Pakkaval stærðfræði 15 ein.
Stærðfræði STÆR 1SI05 1SJ05 1SK05
Stærðfræði STÆR 1EF05 1FR05 1PR05
Frjálst val 70 ein.