fbpx

Dreifnám

Dreifnám er verkefnadrifið fjarnám með staðbundnum lotum. Nemendur mæta í skólann í verklega tíma en bóklegt nám fer fram í fjarnámi. Dreifnám er kjörið að stunda með vinnu og lýkur því með útskrift á sama hátt og í staðnámi. FVA býður upp á dreifnám í húsasmíði, vélvirkjun og á sjúkraliðabraut. 

HÚSASMÍÐI

Dreifnám í húsasmíði er verkefnadrifið nám þar sem námshraði er einstaklingsbundinn og ákvarðast af möguleikum hvers nema til að sinna náminu. Kennt er aðra hverja helgi á verkstæði skólans og boðið upp á fjarkennslu í bóklegum hluta námsins.

VÉLVIRKJUN

Dreifnám í vélvirkjun er verkefnadrifið nám þar sem námshraði er einstaklingsbundinn og ákvarðast af möguleikum hvers nema til að sinna náminu. Kennt er 1-2 kvöld í miðri viku og/eða um helgar. Inntaka nýrra nemenda fer fram á hverri önn. 

IÐNMEISTARANÁM

Iðnmeistaranám nær til náms í stjórnunar- og rekstrargreinum ásamt fagtengdu námi þar sem það á við. Námið skiptist á þrjár annir og hver önn skiptist í tvær spannir. Kennt er í dreifnámi og lotum. Inntökuskilyrði fyrir nám á iðnmeistarabraut er að hafa lokið sveinsprófi.

FÉLAGSLIÐI

Félagsliðanám með vinnu er fjarnám með staðbundnum lotum þar sem nemendur koma í skólann u.þ.b. einn dag í mánuði.

SJÚKRALIÐI

Sjúkraliðanám með vinnu er fjarnám með staðbundnum lotum þar sem nemendur koma í skólann u.þ.b. einn dag í mánuði. Fyrra nám og starfsreynsla við umönnun er metið skv. skólanámskrá.  Gert er ráð fyrir að nemendur sem innritast í námið hafi náð 23 ára aldri.