fbpx

Sjúkraliði – Dreifnám

 

Sjúkraliðanám með vinnu er fjarnám með staðbundnum lotum þar sem nemendur koma í skólann u.þ.b. einn dag í mánuði. Fyrra nám og starfsreynsla við umönnun er metið skv. skólanámskrá.  Gert er ráð fyrir að nemendur sem innritast í námið hafi náð 23ja ára aldri. Yngri umsækjendur geta sótt um undanþágu frá aldurskröfu til skólameistara og með þeirri umsókn skal senda upplýsingar um starfsreynslu við umönnun og meðmæli frá a.m.k. einum vinnuveitanda.

Mætingaskylda
Í staðlotum hjá sjúkraliðanemendum er 80% mætingaskylda. Tekið er tilllit til aðstæðna s.s. vegna veðurs eða veikinda. Nemendur tilkynni forföll  til skrifstofu skólans og/eða með tölvupósti til kennara.

Sömu námskröfur eru gerðar til allra nemenda skólans og allir nemendur taka sömu próf. Öll lokapróf eru tekin á próftíma skólans (des og maí).

Sótt er um sjúkraliðanám í dreifnámi á www.menntagatt.is

Brautarlýsing sjúkraliðabrautar 

Áætlun um námsframvindu í dreifnámi á sjúkraliðabraut 2023-2026

Dagsetningar staðlota haustönn 2024

Birt með fyrirvara um breytingar

29. ágúst – fimmtudagur – Staðlota
19. september – fimmtudagur – Staðlota
24. október – fimmtudagur – Staðlota
28. nóvember – fimmtudagur – Staðlota og málstofa 5. önn
5. desember – fimmtudagur – Staðlota
10.-17. desember – Námsmatsdagar

Áfangar í boði á haustönn 2024

5. önn

HJÚK3ÖH05
HJÚK3LO03
LYFJ2LS05
SÁLF3GH05
LÍBE1LB01

 

3. önn

HJÚK2TV05
SÁLF3GH05
LYFJ2LS05
LÍBE1LB01
VINN2LS08