fbpx

SKÓLAHJÚKRUN

STAÐSETNING

Skrifstofa skólahjúkrunarfræðings (Bjarg) er á jarðhæð í B-álmu (hjá náms- og starfsráðgjöf)

Viðtalstímar

Mánudaga kl. 12:30-16:00
Þriðjud.  og fimmtud. 8:30-16:00
Bókaðu tíma HÉR
-eða bara mæta á staðinn.

Hafa samband

Íris Björg Jónsdóttir
-skólahjúkrunarfræðingur
4332525 / iris@fva.is

 

SKÓLAHJÚKRUNARFRÆÐINGUR

Í FVA starfar hjúkrunarfræðingur í 50% starfshlufalli.

Skólahjúkrunarfræðingur FVA heitir Íris Björg Jónsdóttir og er hún með sérmenntun í geðhjúkrun og starfar, að auki við FVA, á heilsugæslu HVE Akranesi.

Viðvera skólahjúkrunarfræðings í FVA

  • Mánudaga kl. 12.30 – 16
  • Þriðjudaga kl. 8.30 – 16
  • Fimmtudaga kl. 8.30 – 16

Best er að panta viðtalstíma á heimasíðu FVA en einnig er velkomið að senda fyrirspurn á iris@fva.is eða hafa samband í síma 433-2518.

Skólahjúkrunarfræðingur veitir ráðgjöf og svarar spurningum um ýmis heilsufarsleg vandamál varðandi:

  • Meiðsli, sjúkdóma og verki
  • Tilfinningaleg og geðræn vandamál
  • Svefnvandamál
  • Vottorð
  • Áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu
  • Kynheilbrigði
  • Sjálfsmynd og líkamsímynd
  • Mataræði og hreyfing

Hjúkrunarfræðingur er bundinn þagnarskyldu

Auk viðtalstíma fyrir nemendur mun skólahjúkrunarfræðingur

  • sinna starfi forvarnarfulltrúa skólans og vinna að forvörnum
  • Tengill nemenda með langvarandi heilsufarsvandamál
  • vera með fræðslu í skólanum sem tengist heilbrigðismálum
  • vera innanhandar með ráðgjöf til kennara og starfsfólks
  • sjá um eftirfylgni nemenda sem eiga við veikindi eða önnur vandamál að stríða
  • finna meðferðarúrræði fyrir nemendur sem á því þurfa að halda