FORVARNIR
Þjónusta forvarnafulltrúa
Nemendur geta leitað upplýsinga, aðstoðar og stuðnings hjá umsjónarmanni forvarna.
Umsjónarmaður forvarna er Íris Björg Jónsdóttir – netfang: iris@fva.is, sími 4332518
Umsjónarmaður forvarna er til staðar á skrifstofu á fyrstu hæð í B-álmu.
Viðtalstímar eru eftir samkomulagi. Best er að senda fyrirspurn með tölvupósti á netfang iris@fva.is
heilsueflingarteymi
Heilsueflingarteymi FVA er skipað fulltrúum kennara, starfsfólks, nemenda og foreldra.
Markmið teymisins er að:
- stuðla að góðri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks
- Efla félagslíf starfsfólks og nemenda
- Tengja saman heilsu og menntun
- Flétta heilsueflingu saman við daglegt skólalíf, námskrá og innleiðingu t.d. grænna skrefa
- Stuðla að góðum skólabrag