Sjúkraliðabraut

Á Sjúkraliðabraut (SJÚ) er boðið upp á 203 eininga dreifnám með námslok á 3. hæfniþrepi. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar. Nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar er bæði bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsnám á heilbrigðisstofnunum.

Tilgangur sjúkraliðanáms er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Í náminu er rík áhersla lögð á samvinnu við starfsfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum.

Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.

Prentvæn útgáfa
Nánari brautarlýsing í námsskrárgrunni
Upplýsingar um dreifnám

Áfangar á sjúkraliðabraut (203 ein):

Almennar greinar   
Danska* DANS2BF05 
Efna- og eðlisfræði EFNA1OF05
Enska ENSK2EV05 ENSK2OB05 ENSK3FA05
Félagsfræði FÉLA1BY05
Íslenska ÍSLE2RL05 ÍSLE2HB05
Íþróttir ÍÞRÓ1GH02 ÍÞRÓ1ÍG01 ÍÞRÓ1ÍA01 ÍÞRÓ1ÞR01
Lífsleikni og nýnemafræðsla LÍFS1ÉG02
Skyndihjálp SKYNE2EÁ01
Stærðfræði STÆR2VM05 STÆR2ML05  
Upplýsingatækni UPPT1OF05
Sérgreinar
Heilbrigðisfræði HBFR1HH05
Hjúkrun, verkleg HJVG1VG05
Hjúkrun HJÚK1AG05 HJÚK2HM05 HJÚK2TV05 HJÚK3FG05 HJÚK3ÖH05 HJÚK3LO03
Líkamsbeiting LÍBE1HB01
Líffæra- og lífeðlisfræði LÍOL2SS05 LÍOL2IL05
Lyfjafræði LYFJ2LS05
Næringarfræði NÆRI1GR05
Samskipti SASK2SS05
Sálfræði SÁLF2IS05 SÁLF3GH05
Siðfræði SIÐF2SF05
Sjúkdómafræði SJÚK2MS05 SJÚK2GH05
Starfsþjálfun STAF3ÞJ27
Sýklafræði SÝKL2SS05
Verknám VINN2LS08 VINN3ÖH08 VINN3GH08

* Í stað dönsku má taka norsku eða sænsku