fbpx

NÁMSMATSDAGAR

Þar sem fjölmargir áfangar eru nú símatsáfangar og nemendur þreyta mun færri lokapróf en áður tíðkaðist hafa námsmatsdagar leyst hið hefðbundna prófatímabil af hólmi.

Á námsmatsdögum breytist stundatafla nemenda og eru kenndir tveir áfangar á dag, fyrri tíminn er frá 9:00-12:00 og seinni frá 13:00-16:00. 

Kennslufyrirkomulagið er mismunandi milli áfanga og er alfarið í höndum kennara sem birta upplýsingar í Innu um viðfangsefni á námsmatsdögum. 

Nemendur þurfa því að fylgjast með sinni stundatöflu í Innu. Þar birtast upplýsingar um allar kennslustundir og lokapróf á námsmatsdögum.

 

NÁNARI UPPLÝSINGAR:

ALGENGAR SPURNINGAR:

Í hvaða stofu er lokaprófið mitt?

Nemendur sjá stofuskipan í Innu. Í upphafi hvers prófdags er að auki hengdur upp nafnalisti við inngangana þar sem nemendur geta séð í hvaða stofu lokaprófið þeirra verður. Nemendur sem mæta í kennslustundir geta séð í INNU hvaða stofu þeir eiga að mæta í. 

Veikindi í lokaprófi - hvað geri ég?

Ekki verður hægt að skrá veikindi í INNU á námsmatsdögum heldur þarf að hringja á skrifstofu skólans og láta vita. Nemendur eldri en 18 ára sem eru veikir í lokaprófi og hyggjast taka sjúkrapróf þurfa að skila vottorði vegna veikindanna. Hægt er að hafa samband við Írisi Björgu, skólahjúkrunarfræðing FVA vegna vottorðanna. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára geta staðfest veikindi á prófatíma.