fbpx

Niðurfelling fjarvista

Skólanámskrá FVA

Reglur um niðurfellingu fjarvista

Fjarvistir aðrar en vegna veikinda eru felldar niður að fullu í eftirfarandi tilvikum:

 1. Vegna námsferða á vegum skólans (ferðir skipulagðar af nemendafélagi skólans, samþykktar af skólastjórnendum, falla hér undir).
 2. Vegna tiltekinna starfa í stjórn nemendafélags skólans, að fengnu leyfi skólameistara.
 3. Vegna keppnisferða á vegum skólans eða nemendafélags skólans, að fengnu leyfi skólameistara.
 4. Vegna vinnu við undirbúning og framkvæmd stórviðburða á vegum nemendafélags skólans, að fengnu leyfi skólameistara.
 5. Vegna þátttöku í eða undirbúnings fyrir íþróttakeppni á vegum landsliðs, enda liggi fyrir staðfesting á slíkri þátttöku frá viðkomandi sérsambandi.
 6. Þegar rökstudd umsókn um leyfi vegna brýnna erinda liggur fyrir frá nemanda eða forráðamönnum hans, að fengnu leyfi skólameistara.
 7. Vegna ófærðar eða annarra óviðráðanlegra tilvika, enda geti nemandi skýrt og staðfest þá töf sem hann varð fyrir.
 8. Vegna útfarar nákomins ættingja eða vinar.

Fjarvistir eru felldar niður að hluta (þ.e. eins og um veikindi væri að ræða) í eftirfarandi tilvikum:

 1. Vegna þátttöku í eða undirbúnings fyrir íþróttakeppni á vegum íþróttafélags, enda liggi fyrir staðfesting á slíkri þátttöku frá viðkomandi íþróttafélagi.
 2. Vegna veikinda barns sem nemandi á eða hefur á framfæri.
 3. Þegar rökstudd umsókn um leyfi liggur fyrir frá nemanda eða forráðamönnum hans, að fengnu leyfi skólameistara.