fbpx

2.7 Siðareglur

Skólanámskrá FVA

Í skólareglum er fjallað um samskipti og gagnkvæma virðingu nemenda, kennara og annars starfsfólks sem siðferðilegt viðmið. Auk þess hefur skólinn siðareglur kennara í heiðri. Þær voru mótaðar og skráðar af Kennarasambandi Íslands.

Kennari:

 • Menntar nemendur.
 • Eflir með nemendum gagnrýna hugsun, virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi og menningu.
 • Sýnir nemendum virðingu, áhuga og umhyggju.
 • Skapar góðan starfsanda og hvetjandi námsumhverfi.
 • Hefur jafnrétti að leiðarljósi.
 • Vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verða fyrir.
 • Kemur vel fram við nemendur og forráðamenn og virðir rétt þeirra.
 • Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær vitneskju um í starfi sínu.
 • Viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana.
 • Vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt.
 • Sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.
 • Gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.