fbpx

Farsældarlög

Skólanámskrá FVA

Lög nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna eru í innleiðingu á Vesturlandi. Meginmarkmið laganna er að börn/ungmenni og foreldrar hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Hlutverk  FVA er að meta þörf fyrir þjónustu og bregðast við  á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur og hafa samráð við fagaðila um úrræði. Í skólanum gegna náms- og starfsráðgjafar, skólahjúkrunarfræðingur og deildarstjóri starfsbrautar hlutverki tengiliðar og eftir atvikum málsstjóra skv. lögunum.