fbpx

4 Húsnæði og þjónusta

Skólanámskrá FVA

Húsnæði

Húsnæðið sem skólinn starfar í er rúmlega 7.330 fermetrar auk rúmlega 1.250 fermetra heimavistar. Húsnæðið skiptist í aðalbyggingu skólans við Vogabraut 5, málmiðnahús við Vogabraut 5 og heimavistarhús við Vogabraut 4.

Þjónusta

Upplýsingar um þjónustu skrifstofu, bókasafns, mötuneytis, heimavistar sem og tölvuþjónustu eru á vef skólans www.fva.is. Þar eru einnig upplýsingar um opnunartíma og gjaldskrá.

Skrifstofa

Skrifstofa skólans er á 2. hæð aðalbyggingarinnar við Vogabraut 5.

Viðtalstímar starfsfólks

  • Allir kennarar skólans eru með auglýstan viðtalstíma, sjá á vef skólans.
  • Hægt er að fá viðtal við stjórnendur skólans á skrifstofutíma.
  • Um skólasafn, fræðslu í Verinu, náms- og starfsráðgjöf og skólahjúkrun, sjá kafla 1.3.

Mötuneyti

Í skólanum er rekið mötuneyti nemenda og starfsfólks. Matsalur er á neðri hæð aðalbyggingar á Vogabraut 5. Lögð er áhersla á gildi Heilsueflandi framhaldsskóla og Græn skref í starfsemi mötuneytisins. Sjá nánar um mötuneyti á vef skólans.

Tölvubúnaður og tölvunotkun

Í skólanum eru fjórar tölvustofur og tölvuver tengt bókasafni. Í tölvuveri geta nemendur unnið verkefni þegar tölvur eru lausar. Allir kennarar hafa fartölvu til afnota og í öllum kennslustofum skólans eru skjávarpar. Nemendur og starfsfólk skólans fá aðgang að Office 365. Þráðlaust netkerfi er í skólanum, allir geta tengst innra neti eða gestaneti.