fbpx

 Verkenfi og verkefnaskil

Skólanámskrá FVA

  1. Nemendur skulu vinna verkefni sem lögð eru fyrir í áföngum samkvæmt fyrirmælum kennara og námsáætlun.
  2. Alltaf skal geta heimilda þegar notað er efni frá öðrum, hvort sem það er texti, hljóð eða mynd og hvort sem efnið er fengið úr bók, af vefnum eða frá öðrum miðlum.

Viðurlög

Að skila, undir eigin nafni, úrlausn sem annar hefur unnið er brot á skólareglum. Viðurlög eru þau að nemandi fær skráð 0 í einkunn fyrir viðkomandi verkefni en ítrekuð brot af þessu tagi geta varðað brottrekstur úr áfanga og áminningu.

Það sem segir um notkun óheimilla hjálpargagna í prófreglu númer 2 gildir eftir því sem við á um annað námsmat en skrifleg lokapróf. Ef nemandi eignar sér til dæmis verkefni sem annar hefur unnið, reynir að hafa rangt við eða blekkja kennara þegar hann skilar úrlausn sem hefur vægi við einkunnagjöf, þá jafngildir það broti á prófreglu númer 2 (Sjá Prófreglur).