Innritun nemenda og inntökuskilyrði
Skólanámskrá FVA
Allir sem lokið hafa námi í grunnskóla eða öðru jafngildu námi eiga kost á að hefja nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Inntökuskilyrði á námsbrautir, aðrar en framhaldsskólabraut og starfsbraut, eru að hafa lokið grunnskóla með lágmarkshæfnieinkunn C í íslensku og stærðfræði eða að hafa lokið 1. þreps áföngum í þessum greinum. (11. júní 2020) Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið 1. þreps áföngum í þessum greinum.
Nemendur, sem hafa náð 18 ára aldri, geta sótt um inngöngu á einstakar brautir þótt þeir uppfylli ekki þessar kröfur um námsárangur við lok grunnskóla.
Á sumum brautum er aðeins unnt að taka við takmörkuðum nemendafjölda. Ef ekki er hægt að veita inngöngu öllum umsækjendum sem uppfylla ofangreind inntökuskilyrði þá er höfð hliðsjón af einkunn fyrir ástundun eða skólasókn, og námsárangur í öðrum greinum þar sem það á við, þegar valið er milli umsækjenda.
Auk inntökuskilyrða á námsbrautir eru undanfarakröfur í einstaka áfanga sem er gerð grein fyrir hér á eftir.
Inntökuskilyrði í áfanga
Auk inntökuskilyrða á námsbrautir, sem fjallað er um hér fyrir ofan, eru í gildi inntökuskilyrði eða undanfarakröfur í einstaka áfanga.
DANS1GD05 |
Hæfnieinkunn C í dönsku á grunnskólaprófi |
DANS2BF05 |
Hæfnieinkunn B í dönsku á grunnskólaprófi eða DANS1GD05 |
EFNA2AE05 |
Hæfnieinkunn C í náttúrufræði úr grunnskóla |
ENSK1GR05 |
Hæfnieinkunn C í ensku á grunnskólaprófi |
ENSK2EV05 |
Hæfnieinkunn B í ensku á grunnskólaprófi |
FÉLA1BY05 |
Hæfnieinkunn C í samfélagsgreinum úr grunnskóla eða 1. þrep í íslensku |
ÍSLE1AL05 |
Hæfnieinkunn C í íslensku á grunnskólaprófi |
ÍSLE2RL05 |
Hæfnieinkunn B í íslensku á grunnskólaprófi eða ÍSLE1AL05 |
JARF2JA05 |
Hæfnieinkunn C í náttúrufræði úr grunnskóla |
LÍFF2GR05 |
Hæfnieinkunn C í náttúrufræði úr grunnskóla |
SAGA1ÞM05 |
Hæfnieinkunn C í samfélagsgreinum úr grunnskóla eða 1. þrep í íslensku |
SÁLF2IS05 |
Hæfnieinkunn C í samfélagsgreinum úr grunnskóla eða 1. þrep í íslensku |
STÆR1RJ05 |
Hæfnieinkunn C í stærðfræði á grunnskólaprófi |
STÆR2ML05 |
Hæfnieinkunn B í stærðfræði á grunnskólaprófi |
UMHV2OF05 |
Hæfnieinkunn C í náttúrufræði úr grunnskóla eða LÍFV1GN05 |
UPPE2UM05 |
Hæfnieinkunn C í samfélagsgreinum úr grunnskóla eða 1. þrep í íslensku |