fbpx

Utanlandsferðir nemenda

á vegum skólans

Skólanámskrá FVA

Erlent samstarf er sívaxandi hluti skólastarfsins. Margir nemendur FVA eiga þess kost að fara í námsferðir og taka á móti erlendum nemendum.

Nokkrar grunnreglur sem hafðar eru til hliðsjónar fyrir utanlandsferðir hverju sinni:

 1. Til að koma til greina sem þátttakendur í utanlandsferðum á vegum FVA verða nemendur að hafa a.m.k. 90% mætingu þegar valið er inn í ferðina.
 2. Þegar um fjöldatakmarkanir er að ræða eru þeir nemendur valdir til fararinnar sem hafa bestu mætinguna. Jafnframt geta kennarar sett skilyrði varðandi undanfara í ákveðnum greinum.
 3. Kennarar sem standa fyrir ákveðinni ferð geta í upphafi verkefnisins sett nánari reglur og skilyrði fyrir þátttöku nemenda. Þessar reglur geta til dæmis fjallað um verkefnaskil, hegðun eða aðra þætti.
 4. Þeir nemendur sem taka þátt þurfa að skrifa undir samning við skólann fyrir brottför þar sem fram koma nánari reglur sem gilda í ferðinni. Ef um ólögráða nemendur er að ræða skrifa forráðamenn einnig undir samninginn. Í ferðum á vegum skólans gilda skólareglur og öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er bönnuð.

Samningur sem nemendur skrifa undir um ferð á vegum skólans:

 1. Nemendur skulu fylgja dagskrá ferðarinnar í hvívetna. Það þýðir að mæta skal á réttum tíma og vera tilbúinn til brottfarar á tilsettum tíma. Allir nemendur hafa í fórum sínum eintak af dagskrá og eins er hún aðgengileg með rafrænum hætti.
 2. Nemendur skulu fara að fyrirmælum fararstjóra.
 3. Nemendur skulu vera prúðir í háttum og kurteisir.
 4. Í skoðunarferðum skulu nemendur sýna fulla athygli enda er um að ræða námsferð.
 5. Á gististað skulu nemendur ganga vel um og fylgja reglum hússins.
 6. Eftir kl. 23 á kvöldin má hvorki berast hávaði frá herbergjum né vera með læti á göngum gististaðar.
 7. Nemendur skulu vera komnir á gististað á tilskyldum tíma. Kostnað af mögulegum skemmdum á eignum gististaðar ber tjónvaldur.
 8. Nemendur eru fulltrúar skólans í ferðinni og því gilda skólareglur.
 9. Brot á reglum verða tilkynnt til skólastjórnenda og geta leitt til áminningar eða brottvikningar úr skóla. Verði nemandi uppvís að ítrekuðum og/eða alvarlegum agabrotum verður hann sendur rakleiðis heim með fyrsta flugi, á eigin kostnað.
 10. Nemendur fara í þessa ferð á eigin ábyrgð. Fjölbrautaskóli Vesturlands og fararstjórar bera ekki ábyrgð á ófyrirséðum atburðum.