fbpx

3.1 Samskipti við forráðamenn

Skólanámskrá FVA

Starfsfólki skólans ber að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi skv. farsældarlögum og gæta þagmælsku um einkamál nemenda sem þeir fá vitneskju um. Starfsfólk skóla hefur upplýsingaskyldu gagnvart forráðamönnum nemenda yngri en 18 ára. Þó ber þeim að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef grunur er um brot á 16. og/eða 17. gr. laga nr. 80 frá 2002.

Starfsfólki skóla ber að hafa samvinnu við forráðamenn eftir þörfum og gæta þess að upplýsingar sem þeir veita forráðamönnum séu áreiðanlegar og réttar. Skólinn upplýsir forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri um skólasókn barna sinna og afskipti sem skólastjórnendur hafa af þeim.

Í upphafi hvers skólaárs fræðir skólinn forráðamenn nýnema um starfshætti sína.

Forráðamenn geta fengið viðtalstíma hjá kennurum, náms- og starfsráðgjöfum og stjórnendum ef þeir vilja ræða skólagöngu barna sinna.