fbpx

Þjónusta

Skólanámskrá FVA

Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum leiðsögn í persónulegum málum sem snerta námið og skólann, m.a. skv. ákvæðum farsældarlaga. Náms- og starfsráðgjafi metur hvort unnt sé að leysa úr málum innan skólans eða hvort leita þarf eftir sérhæfðari meðferð til viðeigandi sérfræðinga eða stofnana og kemur upplýsingum þar um til skólameistara eða aðstoðarskólameistara eftir atvikum.

Skólasafn og upplýsingamiðstöð er staðsett í aðalbyggingu skólans. Um 11.500 bækur eru í eigu safnsins og nokkur tímarit eru í áskrift en auk þess berast safninu blöð og bæklingar án endurgjalds. Á bókasafninu er vinnuaðstaða fyrir 20 nemendur. Tengt safninu er tölvuver með 16 tölvum sem eru aðgengilegar nemendum á opnunartíma safnsins.

Verið, náms- og stuðningsver FVA, er jafningjafræðsla sem snýst um að nemendur styðji hver við annan í námi.

Skólahjúkrunarfræðingur er til aðstoðar nemendum hvað varðar hvers kyns heilsufarsmál og vinnur í anda farsældarlaga. Nemendur og foreldrar/forráðamenn geta leitað upplýsinga, aðstoðar og stuðnings.