fbpx

Kvartanir nemenda

Skólanámskrá FVA

Ef nemandi telur sig ekki geta rætt beint við kennara sinn um atriði sem honum finnst að betur mættu fara, eða telur sig ekki hafa fengið viðeigandi lausn eftir að hafa rætt við kennarann, getur hann snúið sér til náms- og starfsráðgjafa eða stjórnenda.

Telji nemandi, eða forráðamenn hans sé nemandinn yngri en 18 ára, að brotið hafi verið á rétti nemandans, þannig að ástæða sé til að bera fram kvörtun skulu þeir snúa sér til skólameistara.

Rísi ágreiningur milli nemenda og kennara eða annarra starfsmanna skólans og takist hlutaðeigandi ekki að finna lausn á málinu skal því vísað til skólameistara. Uni málsaðilar ekki niðurstöðu skólameistara má vísa málinu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.