fbpx

Velferð nemenda

Skólanámskrá FVA

Í skólanum er hvatt til heilbrigðs lífernis og heilsuræktar nemenda. Lögð er áhersla á áfengis- og fíkniefnaforvarnir, kynheilbrigði og geðrækt. Einnig styður skólinn við félagslegt heilbrigði nemenda með því að hvetja til virkrar þátttöku í félagslífi.

Skólinn tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem er á vegum Embættis landlæknis. Megináhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu, hreyfingu, geðrækt og lífstíl.