fbpx

Innritun í framhaldsskóla á landsvísu er enn ólokið og ekki er heimilt að senda út svarbréf til umsækjenda fyrr en allir umsækjendur á landinu hafa fengið skólavist. Svarbréf með upplýsingum um skólavist verða send frá FVA um leið og gefið er grænt ljós frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, í síðasta lagi á mánudaginn. Greiðsluseðlar verða sendir í heimabanka nemenda eða forráðamanna þeirra. Með því að greiða fyrir lok eindaga, 11. júlí nk, er skólavist í FVA staðfest.