fbpx

Á skrifstofu skólans er unnið hörðum höndum að undirbúningi skólaársins 2024-2025. Umsóknartímabili 10. bekkinga lauk síðastliðinn föstudag og við höfum skilað inn listum til Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem sér um að öll sem luku grunnskólanámi í vor fái skólavist næsta haust. Þegar Miðstöðin hefur lokið vinnu sinni getum við sent út svarbréf til nýrra nemenda og mun það verða í næstu viku en skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa 24. júní til 6. ágúst.