fbpx

Jafnlauna­vottun FVA

 

Jafnlaunakerfi FVA hefur verið í vinnslu um hríð en Sigríður Hrefna Jónsdóttir, gæðastjóri FVA, hefur leitt vinnuna við undirbúning og innleiðingu kerfisins svo og vottunarferlið sjálft. Í mars 2020 framkvæmdi vottunarstofan iCert svo úttekt á jafnlaunakerfi FVA og er niðurstaðan sú að kerfið uppfylli kröfur stjórnunarstaðalsins ÍST 85:2012. Í stuttu máli þýðir þetta að staðfest er að ákvarðanir og málsmeðferð í launamálum starfsmanna hjá FVA er fagleg og felur ekki sér beina eða óbeina kynbundna mismunun eða óútskýrðan launamun.

Á grundvelli staðfestrar vottunar iCert hefur Jafnréttisstofa veitt FVA heimild til að nota Jafnlaunamerkið.
FVA er sjöundi framhaldsskólinn sem nær þessum áfanga!

Hér má nálgast jafnlaunastefnu skólans.