Íþróttahúsinu við Vesturgötu lokað
Vegna ófullnægjandi loftgæða hefur Akraneskaupstaður tekið ákvörðun um að loka hluta íþróttahússins við Vesturgötu frá og með fimmtudeginum 21. september n.k. Ráðist verður strax í endurbætur og íþróttasal og kjallara hússins lokað á meðan. Nánar um fyrirkomulag og...
Aðgangskerfi að heimavist
Fimmtudaginn 21. september verður aðgangskerfið Paxton virkjað á heimavistinni. Það þýðir að hver vistarbúi er með rafrænan lykil að útidyrunum í símanum sínum en venjulegir lyklar ganga ekki lengur að. Áfram eru hefðbundir lyklar að herberginu. Hafðu samband við...
Ball á fimmtudag
Fimmtudaginn 21. september er nýnemaball á vegum nemendafélags FVA, NFFA. Ballið verður haldið í sal skólans, frá kl 21 til miðnættis. Páll Óskar mætir á svæðið ásamt DJ Marinó og Young Nigo Drippin. Húsið opnar kl 21 og lokar kl 21:30, enginn fer inn á ballið...
Í hnotskurn
FVA tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli frá haustinu 2011 og starfandi er stýrihópur sem vinnur að markmiðum heilsu- og forvarnarstefnu skólans.
FVA hlaut fyrst jafnlaunavottun árið 2020.
FVA er grænfánaskóli og leggur áherslu á umhverfismál. Skólinn tekur þátt í innleiðingu Grænna skrefa í ríkisrekstri þar sem unnið er markvisst að umbótum í þágu umhverfisins.
Samskiptasáttmáli FVA var unninn á vorönn 2023 með aðkomu allra nemenda og starfsfólks. Hann geymir leikreglur fyrir hegðun sem styður við góð og árangursrík samskipti í dagsins önn. Unnur Jónsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði merki sáttmálans í litum skólans.
VIÐBRAGÐSÁÆTLUN
Skipulögð og samræmd viðbrögð stjórnenda FVA meðan hætta steðjar að tryggja að hægt sé að halda uppi lágmarksþjónustu og tryggja öryggi nemenda og starfsmanna.
Skruddan, fréttabréf FVA, kemur út vikulega. Þar eru helstu tíðindi af skrifstofuganginum og úr skólalífinu auk tilkynninga um fundi og áhugaverða viðburði á sviði menntamála. Allir geta gerst áskrifendur!