fbpx

tölvu- og netþjónusta

Staðsetning

Kerfisstjórar eru á bókasafninu þriðjudaga og fimmtudaga fyrir hádegi. Á öðrum tímum er veitt aðstoð í gegnum hjalp@fva.is.

Starfsfólk

Umsjón tölvukerfis hafa
Sigurjón Jónsson og
Halldór R. Guðjónsson

Hafa samband

Aðstoð vegna tölvu- og netmála er veitt í gegnum netfangið hjalp@fva.is

ÞRÁÐLAUST NET

Starfsmenn og nemendur FVA hafa aðgang að innra neti skólans og þráðlausu interneti. Aðgangur að innra neti skólans felur í sér notkun á prenturum, skönnum, geislaskrifurum, einkasvæði og sameiginlegu gagnasvæði. Þráðlaust netsamband næst allstaðar í húsakynnum skólans og þar með talið heimavist.

PRENTUN / SKÖNNUN

Í upphafi hverrar annar hefur nemandi 50 síðna prentkvóta. Hægt er að kaupa viðbótarprentkvóta á skrifstofu og á bókasafni, upplýsingar um verð eru í gjaldskrá.  Nemendur geta notað tölvur á bókasafni og í tölvuveri til að prenta (prentarinn er staðsettur á bókasafninu). Einnig geta nemendur prentað úr eigin tölvum eða símum, sjá leiðbeiningar HÉR.

LYKILORÐ

Lykilorðum er úthlutað í byrjun hverrar annar og gilda þau lykilorð alla skólagönguna. Gleymist lykilorð að tölvum skólans er hægt að sækja um nýtt á skrifstofu skólans. Einnig er hægt að skipta um lykilorð á eftirfarandi hátt:

Farið er inn á https://lykilord.menntasky.is og þar skráið þið ykkur inn með rafrænum skilríkjum. 

  1. Veljið „Fjölbrautaskóli Vesturlands“ í felliglugganum.
  2. Setjið nýtt lykilorð í reitina tvo. Fylgið leiðbeiningum um lengd og uppbyggingu lykilorðs.
  3. Ýtið á hnappinn „Breyta lykilorði.

Til að endursetja MFA auðkenningu smellið þá á hnappinn „Endursetja tveggja þátta auðkenni“.

Það gæti tekið allt að 15 mínútum fyrir breytingu á lykilorði og endursetningu á MFA að skila sér.

OFFICE 365

Allir nemendur skólans hafa aðgang að Office365.
Það þýðir m.a. að:
1. Nemendur geta sett upp office forrit á allt að 5 tæki (PC, Makka, spjaldtölvur og síma)
2. Nemendur geta unnið í office forritunum online
3. Nemendur hafa fengið útlhutað 1TB plássi á Microsoft OneDrive

Notandanafn ykkar og lykilorð sem þið hafið að tölvum skólans gilda einnig inn á Office365, en þið þurfið að bæta @365.fva.is aftan við notandanafnið ykkar.

Þegar lykilorðum af tölvukerfinu í skólanum er breytt breytast lykilorð að Office365 sjálfkrafa (gæti tekið um klst).

Innskráning á Office365

INNA

Aðgangur að Innu – forráðamenn
Forráðamenn nemenda yngri en 18 hafa aðgang að Innu með rafrænum skilríkjum.

Aðgangur að tölvukerfum og Innu – nemendur
Til þess að hafa aðgang að tölvum í FVA þarf að hafa notandanafn og lykilorð.  Notendur tengjast Innu með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Að breyta eða bæta við netfangi í Innu: Ef netfangið er ekki rétt í Innu (gildir bæði fyrir forráðamenn og nemendur) skal senda tölvupóst til skrifstofa@fva.is með ósk um að fá netfang skráð í Innu. Tölvupóstinn verður að senda úr netfanginu sem skrá skal sem netfang í Innu.

FARTÖLVUR

Nemendum með fartölvur gefst kostur á að tengjast þráðlausu neti FVA.  Fartölvunotendur eru skyldugir til að sjá til þess að tölvan hafi uppsett gott vírusvarnarforrit með reglulegum uppfærslum. Einnig er nauðsynlegt að uppfæra windows stýrikerfi reglulega hjá microsoftFartölvur sem eru sýktar af vírusum eða illa uppfærðar verða útilokaðar frá netinu þar til þessi mál eru komin í lag.

Skápar til að geyma og hlaða fartölvur eru á tveimur stöðum í skólanum, á neðri hæð austurbyggingar (fyrir framan skrifstofur námsráðgjafa) og á tengigangi milli bókasafnsgangs og D100 gangs. Skápunum er hægt að læsa með hengilás (nemendur útvega sér hengilás sjálfir). Í skápunum eru tenglar til að hlaða fartölvur. Skáparnir standa öllum nemendum með fartölvur til boða.

TÖLVUPÓSTUR

Allir nemendur skólans hafa aðgang að pósthólfi í gegnum Office365. Netfangið er nem.xxx@365.fva.is (t.d. nem.abc@365.fva.is) og lykilorðið það sama og að tölvum skólans. Engin skylda er að nota þetta netfang og í samskiptum við nemendur er notast við það netfang sem skráð er í Innu hverju sinni.

Hafðu samband ef þú ert í vanda!

9 + 13 =