fbpx

Reglur um tölvunotkun nemenda

(Upplýsingar um tölvu- og netþjónustu er að finna hér) 

Nemendur FVA fá aðgang að þráðlausu neti í skólanum.
Gert er ráð fyrir að nemendur skólans virði almennar umgengnisvenjur og siðareglur á netinu og samfélagsmiðlum.

Eftirfarandi reglur gilda um tölvunotkun í skólanum:

  • Nemendum ber að ganga vel um tölvur skólans. Þeir skulu skilja eftir hreint borð fyrir næsta notanda. Óheimilt er að neyta matar og drykkjar í tölvustofum.
  • Vinnufriður á að vera í tölvustofum og nemendum ber að sýna skólafélögum sínum tillitssemi. Þeir sem nota tölvurnar til skemmtunar eiga að víkja úr sæti fyrir þeim sem ætla að nota þær við nám.
  • Notendanafni og lykilorði er óheimilt að deila með öðrum og nemandi má einungis nota sitt notendanafn. Handhafi notendanafns er ábyrgur fyrir allri notkun þess og skal muna að skrá sig út.
  • Nemendur skulu gæta þess að tölvur þeirra séu ekki vírussmitaðar og láta hreinsa þær ef svo ber undir.
  • Bannað er að afrita hugbúnað, tónlist, kvikmyndir eða önnur gögn sem eru vernduð höfundarrétti.
  • Tölvubúnaður FVA er eign skólans og hann á aðeins að nota í viðfangsefni sem tengjast skólastarfinu og samræmast markmiðum skólans. Óleyfilegu efni og skrám sem smitaðar eru af tölvuvírus verður eytt án þess að um frekari viðvörun sé að ræða.
  • Bannað er að setja upp hugbúnað á tölvur skólans eða breyta á nokkurn hátt uppsetningu tölvubúnaðar hans.
  • Bannað er að fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða að afrita gögn sem eru á neti skólans, önnur en eigin gögn.
  • Noti nemandi tölvu skólans þannig að brjóti gegn landslögum er aðgangi hans lokað tafarlaust. Sé brotið alvarlegt varðar það brottvísun úr skóla. Sem dæmi um brot má nefna tilraun til skemmdarverka eða innbrota í tölvukerfi skólans eða annarra stofnana og notkun tölvupósts eða samfélagsmiðla til að ógna fólki eða bera út róg og ærumeiðandi ummæli.

Ítrekuð eða alvarleg brot á þessum reglum geta leitt til brottvísunar úr skóla og brot sem varða við landslög verða kærð til lögreglu.