Flutningur í Menntaský
Febrúar 2022
Helgina 11. – 13. febrúar nk. verður Office 365 umhverfi FVA flutt inn í Menntaský.
Hvað er Menntaský?
Menntaskýið er O365 aðgangur allra framhaldsskóla og háskóla á Íslandi.
Sjá nánar hér.
Hvað þýðir þetta fyrir nemendur FVA?
Að flutningi loknum þurfa allir nemendur að skrá sig út af Office pakkanum og OneDrive og inn aftur á nýjum aðgangi.
Allir nemendur hafa fengið ný notendanöfn send í SMS þar sem ekki verður lengur notast við kennitölu. Lykilorð haldast óbreytt.
Þetta þýðir að nemendur þurfa þá að skrá sig inná tölvur skólans og þráðlausa netið með þessu nýja notandanafni en nota áfram gamla lykilorðið.
Hvaða þýðir þetta fyrir starfsfólk FVA?
Að flutningi loknum þurfa allir að skrá sig út af Office pakkanum og OneDrive og inn aftur. Aðgangs- og lykilorð eru óbreytt. Sjá leiðbeiningar hér á síðunni.
Hvar fæ ég aðstoð eftir flutninginn?
Mánudaginn 14. febrúar verða Halldór og Sjonni frá Tölvuþjónustunni á bókasafninu til að aðstoða við að virkja aftur Office pakkann og OneDrive á nýjum aðgöngum.
Halldór verður einnig á bókasafninu þriðjudag og miðvikudag.
Eftir það verður hægt að leita til tölvuþjónustunnar á bókasafninu eða óska eftir aðstoð á netfangið hjalp@fva.is