fbpx

FARSÆLDARÞJÓNUSTA

Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 – 18 ára aldurs. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Í lögunum kemur fram að allir nemendur undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra geta leitað til tengiliðar innan skólans. Tengiliður veitir upplýsingar, leiðbeinir og beinir málum í réttan farveg, eftir því sem þörf krefur. Ef þörf er á frekari aðstoð geta foreldrar og börn, með aðstoð tengiliðar lagt fram beiðni um samþættingu þjónustu. Tengiliður getur þá óskað eftir upplýsingum frá þeim sem þjónusta barnið með það að markmiði að skipuleggja og fylgja eftir samþættri þjónustu við barnið. Ef barnið hefur þörf fyrir frekari þjónustu til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra á grundvelli laganna. Tengiliður getur aðstoðað börn og foreldra við að koma upplýsingum um þörf fyrir tilnefningu málstjóra til sveitarfélags.

HANDBÓK FARSÆLDAR – Barna og fjölskyldustofa

Nemendaþjónusta í FVA

Tengiliðir FVA

Bryndís Gylfadóttir

Bryndís Gylfadóttir

Náms- og starfsráðgjafi

bryndisg@fva.is

Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir

Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir

Náms- og starfsráðgjafi

gudruns@fva.is

Stefanía Marta Katarínusdóttir

Stefanía Marta Katarínusdóttir

Kennari - Starfsbraut

stefania@fva.is

Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu þjónustu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Viltu spjalla við tengilið?

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf

· Einstaklingsráðgjöf

· Utanumhald náms og líðan

· Stuðningur og aðhald

· Samstarf við forráðamenn

· Persónuleg mál

· Námserfiðleikar

· Námsáætlanagerð

· Náms- og starfsval

· Samskipti við kennara/stjórnendur

· Einstaklingsmiðuð þjónusta.

Sjá nánar hér

Skólaheilsugæsla

· Veikindi og vottorð

· Skimanir – vísun til sálfræðings

· Kynheilbrigði

· Andleg heilsa

· Fræsla

· Úrræði

· Einstaklingsviðtöl

· Samstaf við forráðamenn

· Samskipti við kennara/stjórnendur

· Tengiliður heilsugæslu

· Situr í Brúnni, samstarfsvettvangur um forvarnir á Akranesi.

Sjá nánar hér

Skólasálfræðingur

· Andleg heilsa

· Fræðsla

· Skimanir

· Samstarf við forráðamenn

· Samstaf við náms- og starfsráðgjafa og skólahjúkrunarfræðing

· Samstaf við kennara/stjórnendur

Sjá nánar hér

Áfangastjóri

· Aðlöguð stundaskrá

· Mætingar/fjarvistir

· Stundaskrá (Sveigjanleiki í námi)

· Mat á námi úr öðrum skóla

· Áætlanagerð um námsframboð

Sjá nánar hér

Tölvuþjónusta

· Aðstoð vegna tölvu- og netmála

· Þráðlaust net

· Prentun/skönnun

· INNA

· Lykilorð

· Fartölvur

· Tölvupóstur

· OFFICE 365

Sjá nánar hér

Sérúrræði í prófum

· Lituð blöð

· Stækkað próf

· Fámenn stofa

· Sérstofa

· Upplestur

· Sérúrræði hlutaprófa í samráði við náms- og starfsráðgjafa og kennara

Sjá nánar hér

Félagslífsfulltrúi

· Hefur umsjón með félagslífi nemenda og klúbbum sem starfræktir eru innan skólans

· Ráðgjöf

· Hægt að leita til félagslífsfulltrúa í trúnaði með málefni tengt félagslífi

Forvarnarfulltrúi

· Forvarnafræðsla og ráðgjöf við nemendur

· Ráðgjöf við forráðamenn

· Ráðgjöf og fræðla fyrir starfsfólk

· Veitir viðtöl

Sjá nánar hér

Bókasafn og upplýsingamiðstöð

· Góð aðstaða til verkefnavinnu

· Vinnufriður

· Aðstoð við heimildarvinnu og upplýsingaöflun

· Aðgangur að tölvum og prentara

Sjá nánar hér

Umsjónarkennari á 1. skólaári

· Aðhald

· Stuðningur

· Einstaklingsviðtöl 1x á önn

Stuðningur við nemendur af erlendum uppruna

· ÍSAN

· Nýnemar boðaðir í móttökuviðtal

· Mentor vinátta

· Námsstuðningur

Námsver

· Stærðfræðiver

· Ritver

Sjá nánar hér

SAMÞÆTT ÞJÓNUSTA

Samþætt þjónusta er skipulögð og samfelld þjónusta sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni. Til þjónustuveitenda teljast t.d. leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd.

Viltu spjalla við tengilið?
Sendu skilaboð hér:

11 + 11 =