Heilsueflingarteymi
FVA er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli frá haustinu 2011 og starfandi er stýrihópur sem vinnur að markmiðum heilsu- og forvarnarstefnu skólans.
Verkefnið beinist að öllu skólasamfélaginu og er megin markmið þess að stuðla að líkamlegu, andlegu og félagslegu heilbrigði þeirra sem starfa og nema við skólann.
Í skólanum er unnið með heilsueflingu, forvarnir og félagslíf á heildrænan hátt þar sem áhersla er lögð á að styrkja verndandi þætti heilbrigðis en veikja áhættuþætti eða hegðun sem getur valdið vanlíðan eða heilsutjóni.
Heilsueflingarteymið fundar regluglega yfir skólaárið og skipuleggur ýmsa heilsutengda viðburði, t.d. Heilsuvikuna sem er heil vika í september tileinkuð heilsunni.
Heilsueflingarteymið 2024-2025:
Kristín Edda Búadóttir, kennari
Margrét Þóra Jónsdóttir, kennari, tengiliður
Áslaug Guðmundsdóttir, kennari
Þorleifur Baldvinsson, sálfræðingur
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, kennari
Sigríður Hrefna Jónsdóttir, gæðastjóri
Guðbjarni Sigþórsson, nemandi
Gissur Snær Sigmundsson, nemandi