fbpx

Brautskráð er í FVA laugardaginn 18. desember nk. og hefst athöfnin kl 13. 

Í ljósi óvissunnar þegar hátt í 2 tugir af nýju covid afbrigði hafa greinst hér á Akranesi er eðlilegt að krefjast hraðprófs og er gestafjöldi takamarkaður. Þá er rétt að árétta grímuskyldu og verður handspritt aðgengilegt við inngang. Mögulegir snertifletir eru sótthreinsaðir fyrir og eftir athöfnina. Enn sem komið er virðist hið nýja afbrigði; omikron, vera bráðsmitandi með stuttan meðgöngutíma. 

Útskriftarnemar þurfa því að fara í hraðpróf daginn áður og framvísa neikvæðri niðurstöðu. Heimilt er að hafa með sér 1-3 gesti, sem einnig þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi við innganginn.

Frá brautskráningu í FVA sl. vor.