VÉLVIRKJUN
Vélvirkjun er löggilt iðngrein. Meðalnámstími í vélvirkjun er þrjú ár í skóla að viðbættri starfsþjálfun skv. ferilbók. Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem vélvirkjar inna af hendi, þ.e. uppbyggingu og viðhald véla, kælikerfa og loftstýringa, bilanaleit og stýringar. Inntökuskilyrði á brautina er að hafa lokið grunnskóla með lágmarks-hæfnieinkunn C í íslensku og stærðfræði eða að hafa lokið 1. þreps áföngum í þessum greinum. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.
Námið er bæði bóklegt og verklegt. Í verklegum greinum er skylda að vera í skóm með stáltá og þurfa nemendur sjálf að koma með slíka skó en skólinn útvegar annan nauðsynlegan búnað, s.s. logsuðugleraugu og suðuhjálma.
Prentvæn útgáfa
Nánari brautarlýsing í námsskrárgrunni
Upplýsingar um dreifnám
Áfangar í vélvirkjun (241 ein):
Almennar bóklegar greinar | |||||
---|---|---|---|---|---|
Efnafræði | EFNA1OF05 | ||||
Enska | ENSK2EV05 | ||||
Íslenska | ÍSLE2RL05 | ||||
Íþróttir | 6 einingar | ||||
Lífsleikni | LÍFS1ÉG02 | LÍFS1ES02 | |||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | ||||
Stærðfræði | STÆR2ML05 / STÆR2ÞR05 | ||||
Sérgreinar vélvirkjunar | |||||
Efnisfræði | EFRÆ1MI05 | ||||
Grunnteikning | GRUN1AU05 | GRUN1FY05 | |||
Handavinna málmiðna | HAMÁ1NH04 | HAMÁ2NH04 | HAMÁ3NH04 | ||
Iðnreikningur | IÐNA2EL05 | ||||
Iðnteikning málmiðna | IÐNT2MI05 | IÐNT3ML05 | |||
Kælitækni | KÆLI2SK05 | ||||
Lagnatækni | LAGN3RS04 | ||||
Málmsuða | MLSU1LS03 | MLSU1RS03 | MLSU2MI03 | MLSU3RS04 | |
Plötuvinna, grunnur málm- og bíliðna | PLVG1GR04 | ||||
Rafeindatækni málmiðna | RAFE2MT03 | ||||
Rafmagnsfræði | RAMV2GR05 | ||||
Rennismíði | RENN1GR04 | RENN2MT04 | |||
Rökrásir | RÖKR2AA03 | ||||
Starfsþjálfun | STAÞ1MS20 | STAÞ2MS20 | STAÞ2VS20 | STAÞ3VS20 | |
Stýritækni | STÝT3GR05 | ||||
Tölvustýrðar vélar | TSVÉ2GV05 | ||||
Vélfræði | VÉLF1GR05 | ||||
Vélstjórn | VÉLS1AA05 | VÉLS2AB05 | VÉLS3BA05 | ||
Vélvirkjun | VÉLV3VA04 | ||||
Vökvatækni | VÖKT3VH05 | ||||
Viðhalds- og öryggisfræði | VÖRS1VÖ04 |