VÉLVIRKJUN
Nám á vélvirkjabraut er 241 eininga lögverndað iðnnám sem lýkur með burtfararprófi á 3. þrepi. Inntökuskilyrði á brautina er að hafa lokið grunnskóla með lágmarks-hæfnieinkunn C í íslensku og stærðfræði eða að hafa lokið 1. þreps áföngum í þessum greinum. Námið skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar starfsþjálfun úti í atvinnulífinu.
Að loknu námi og starfsþjálfun útskrifast nemandi með prófskírteini sem vottar að hann lokið námi með fullnægjandi árangri og getur nemandi þá sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs. Nám á vélvirkjabraut tekur að jafnaði þrjú ár að viðbættri starfsþjálfun skv. ferilbók.
Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem vélvirkjar inna af hendi, þ.e. uppbyggingu og viðhald véla, kælikerfa og loftstýringa, bilanaleit og stýringar. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.
Námið er bæði bóklegt og verklegt. Í verklegum greinum er skylda að vera í skóm með stáltá og þurfa nemendur sjálf að koma með slíka skó en skólinn útvegar annan nauðsynlegan búnað, s.s. logsuðugleraugu og suðuhjálma.
Prentvæn útgáfa
Nánari brautarlýsing í námsskrárgrunni
Annarskipulag sérgreina brautarinnar
Áfangar í vélvirkjun (241 ein):
Almennar bóklegar greinar | |||||
---|---|---|---|---|---|
Efnafræði | EFNA1OF05 | ||||
Enska | ENSK2EV05 | ||||
Íslenska | ÍSLE2RL05 | ||||
Íþróttir | 6 einingar | ||||
Lífsleikni | LÍFS1ÉG02 | LÍFS1ES02 | |||
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | ||||
Stærðfræði | STÆR2ML05 / STÆR2ÞR05 | ||||
Sérgreinar vélvirkjunar | |||||
Efnisfræði | EFRÆ1MI05 | ||||
Grunnteikning | GRUN1AU05 | GRUN1FY05 | |||
Handavinna málmiðna | HAMÁ1NH04 | HAMÁ2NH04 | HAMÁ3NH04 | ||
Iðnreikningur | IÐNA2EL05 | ||||
Iðnteikning málmiðna | IÐNT2MI05 | IÐNT3ML05 | |||
Kælitækni | KÆLI2SK05 | ||||
Lagnatækni | LAGN3RS04 | ||||
Málmsuða | MLSU1LS03 | MLSU1RS03 | MLSU2MI03 | MLSU3RS04 | |
Plötuvinna, grunnur málm- og bíliðna | PLVG1GR04 | ||||
Rafeindatækni málmiðna | RAFE2MT03 | ||||
Rafmagnsfræði | RAMV2GR05 | ||||
Rennismíði | RENN1GR04 | RENN2MT04 | |||
Rökrásir | RÖKR2AA03 | ||||
Starfsþjálfun | STAÞ1MS20 | STAÞ2MS20 | STAÞ2VS20 | STAÞ3VS20 | |
Stýritækni | STÝT3GR05 | ||||
Tölvustýrðar vélar | TSVÉ2GV05 | ||||
Vélfræði | VÉLF1GR05 | ||||
Vélstjórn | VÉLS1AA05 | VÉLS2AB05 | VÉLS3BA05 | ||
Vélvirkjun | VÉLV3VA04 | ||||
Vökvatækni | VÖKT3VH05 | ||||
Viðhalds- og öryggisfræði | VÖRS1VÖ04 |