fbpx

Hinn árlegi viðburður Skammhlaup hefst í dag kl 11.30 með því að þér er boðið í pylsu og gos í mötuneytinu. Síðan er skrúðganga niður í íþróttahús, ath að liðin fá stig á leiðinni fyrir vaska framgöngu, hávaða og stemningu. Svo er keppt drengilega, síðan farið aftur upp í skóla (létt hressing í boði) og lokið við keppnisgreinarnar. Hægt er að fylgjast með stigatöflunni í salnum þar sem stigin safnast upp smátt og smátt og spennan er gríðarleg. Úrslit verða tilkynnt kl ca 15.