Jafnréttisstefna
Jafnréttisstefna FVA
Jafnréttisstefna Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og því að sá réttur er varinn í stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Jafnréttisstefna er endurskoðuð samhliða gerð jafnréttisáætlunar til þriggja ára í senn.