fbpx

Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna FVA

Jafnréttisstefna Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og því að sá réttur er varinn í stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

  1. Stuðla ber að jafnrétti kynjanna innan skólans, jöfnum tækifærum bæði starfsmanna og nemenda og að allir njóti þeirrar virðingar og áhrifa sem þeim ber.
  2. Stefnt verði að jafnrétti til menntunar á þann veg að hver einstaklingur geti nýtt hæfileika sína sem best óháð kyni og án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjaímynda.
  3. Fræðsla um jafnréttismál verði samofin skólastarfinu í kennslu ólíkra námsgreina.
  4. Notaðar verði fjölbreytilegar kennsluaðferðir til að ná til þarfa ólíkra nemenda.
  5. Nemendur skulu eiga jafnan aðgang að allri þjónustu skólans óháð kyni.
  6. Jákvæð samskipti og virðing eiga að vera ríkjandi í öllu skólastarfinu.
  7. Leggja skal áherslu á góða líðan nemenda og starfsmanna skólans. Koma skal fram við alla af virðingu óháð kyni, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, o.fl.
  8. Innan skólans skal unnið að því að koma í veg fyrir mismunun af öllu tagi og  kynferðisleg áreitni og annað ofbeldi verður ekki liðið.
  9. Jafnréttisáætlun er birt á heimasíðu skólans.

Akranesi, 2017