fbpx

Valtímabilið er hafið og stendur til og með 7. október – þá velja nemendur áfanga fyrir næstu önn og staðfesta þannig áframhaldandi nám við skólann og hvert stefnt er. Það er hægt að gera hjálparlaust með einföldum hætti í símanum / tölvunni.

HÉR ER ALLT UM VALIÐ OG FRAMBOÐ ÁFANGA

Áfangakynning
verður á sal skólans þriðjudaginn 4. október, í upphafi tvöfalda tímans kl. 10:45 til 11:30. Þá eru kennarar, námsráðgjafar og stjórnendur til viðtals og aðstoðar í salnum, verið velkomin! Síðan verður kennsla 11:30 til 12:30.