fbpx

FARSÆLD

Á Íslandi hafa ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) tekið gildi. Þessi lög varða öll börn og ungmenni á Íslandi frá 0 – 18 ára aldurs. Meginmarkmið laganna er að búa til umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Samþætt þjónusta er skipulögð og samfelld þjónusta sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni. Til þjónustuveitenda teljast t.d. leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd.

Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu þjónustu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns.

Forsjáraðilar geta sótt um samþættingu þjónustu HÉR

Farsældarlögin á ensku: Act on the Integration of Services in the Interest of Children’s Prosperity No 86/2021

Tengiliðir í FVA:
Stefanía Marta Katarínusdóttir, stefania@fva.is
Bryndís Gylfadóttir, bryndisg@fva.is
Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir, gudruns@fva.is

Samvinna, sameiginleg markmið og snemmtækur stuðningur eru lykilatriði!