fbpx

Nemendur eru boðin velkomin í skólann og hafa í dag fengið sent í tölvupósti eftirfarandi upplýsingar sem er gott að vita í upphafi annar.

Opnað hefur verið fyrir stundatöflu nemenda og hefst kennsla skv. stundaskrá kl. 9:40 á morgun, miðvikudaginn 4. janúar. Nemendur á heimavist eru velkomnir á vistina eftir hádegi í dag.

Hægt er að skrá umsóknir um töflubreytingar í Innu og meðfylgjandi eru leiðbeiningar og upplýsingar fyrir það. Fimmtudaginn 5. janúar, kl. 16 verður lokað fyrir umsóknir um töflubreytingar og stefnt er að því að afgreiða allar umsóknir áður en kennsla hefst föstudaginn 6. janúar. Athugið að ekki er víst að hægt verði að mæta óskum um töflubreytingar og að nemendur eiga ávallt að sækja kennslustundir skv. skráðri stundatöflu í Innu. Nemendur sem óska eftir aðstoð við umsóknir um töflubreytingar geta haft samband eða komið við hjá Bryndísi eða Guðrúnu Sigríði náms- og starfsráðgjöfum skólans eða Jónínu, áfangastjóra.

Umsóknir um árekstrarheimild, undanfarabrot og  frávik frá skólasóknarreglu er að finna hér: https://fva.is/eydublod/. Hægt er að skrá slíka umsókn til kl. 16, mánudaginn 9. janúar og verða umsóknirnar afgreiddar fljótlega eftir það. Nemendur sem eiga umsóknir af þessu tagi eru beðnir um að fylgjast með afgreiðslunni í Innu.

Minnum ykkur á að tilkynna veikindi tímanlega. Nemendur eldri en 18 ára og foreldrar nemenda undir 18 ára geta tilkynnt veikindi í gegnum Innu.  Einnig er hægt að tilkynna veikindi símleiðis á skrfstofu skólans, s. 433 2500. Veikindatilkynningar eiga að berast skólanum fyrir kl. 10 hvern veikindadag.

Nemendur sem hyggja á útskrift frá FVA í maí, en eru ekki skráðir í umsjón hjá Bryndísi á miðvikudögum eru beðnir að hafa samband við áfangastjóra eða aðstoðarskólameistara sem fyrst.

Keppnisfólk í íþróttum getur sótt um að íþróttaiðkun hjá íþróttafélagi komi í stað skólaíþrótta. Rafrænt eyðublað er að finna hér: https://fva.is/eydublod/. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 6. janúar kl. 16 og verða umsóknirnar afgreiddar fljótlega eftir það

Nemendur sem voru með skáp á síðustu önn þurfa að endurnýja leiguna fyrir klukkan 12 á hádegi föstudaginn 13. janúar. Eftir þann tíma verður klippt á lása og skáparnir leigðir öðrum.

Vinsamlegast athugið hvort að símanúmer og netföng séu rétt skráð í Innu og lagið eftir þörfum.

Skráning í áskrift í mötuneyti fer fram í mötuneyti. Athugið að hægt er að kaupa klippikort með 10 máltíðum á 11.500 krónur. Nemendum er bent á að hádegismaturinn í mötuneytinu er ódýrari ef keypt er föst áskrift heldur en ef greitt er fyrir stakar máltíðir. Verðlisti er á vef skólans og skráning hjá starfsfólki mötuneytisins.

Allir nemendur hafa aðgang að office365. Tölvuþjónustan er á bókasafninu, á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum. Alltaf er svarað í hjalp@fva.is.