Sjúkraliðabraut
Á Sjúkraliðabraut (SJÚ) er boðið upp á 203 eininga dreifnám með námslok á 3. hæfniþrepi. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar. Nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar er bæði bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsnám á heilbrigðisstofnunum.
Tilgangur sjúkraliðanáms er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Í náminu er rík áhersla lögð á samvinnu við starfsfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum.
Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.
Prentvæn útgáfa
Nánari brautarlýsing í námsskrárgrunni
Upplýsingar um dreifnám – ATH dagsetningar staðlota
Áfangar á sjúkraliðabraut (203 ein):
| Almennar greinar | |||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Danska* | DANS2BF05 | ||||||
| Enska | ENSK2EV05 | ENSK2OB05 | ENSK3FA05 | ||||
| Íslenska | ÍSLE2RL05 | ÍSLE2HB05 | |||||
| Íþróttir | ÍÞRÓ1GH02 | ÍÞRÓ1ÍG01 | ÍÞRÓ1ÍA01 | ÍÞRÓ1ÞR01 | |||
| Lífsleikni og nýnemafræðsla | LÍFS1ÉG02 | ||||||
| Stærðfræði | STÆR2VM05 / STÆR2ML05 | ||||||
| Sérgreinar | |||||||
| Efna- og eðlisfræði | EFNA1OF05 | ||||||
| Félagsfræði | FÉLA1BY05 | ||||||
| Heilbrigðisfræði | HBFR1HH05 | ||||||
| Hjúkrun, verkleg | HJVG1VG05 | ||||||
| Hjúkrun | HJÚK1AG05 | HJÚK2HM05 | HJÚK2TV05 | HJÚK3FG05 | HJÚK3ÖH05 | HJÚK3LO03 | |
| Líkamsbeiting | LÍBE1HB01 | ||||||
| Líffæra- og lífeðlisfræði | LÍOL2SS05 | LÍOL2IL05 | |||||
| Lyfjafræði | LYFJ2LS05 | ||||||
| Næringarfræði | NÆRI1GR05 | ||||||
| Samskipti | SASK2SS05 | ||||||
| Sálfræði | SÁLF2IS05 | SÁLF3GH05 | |||||
| Siðfræði | SIÐF2SF05 | ||||||
| Sjúkdómafræði | SJÚK2MS05 | SJÚK2GH05 | |||||
| Skyndihjálp | SKYNE2EÁ01 | ||||||
| Starfsþjálfun | STAF3ÞJ27 | ||||||
| Sýklafræði | SÝKL2SS05 | ||||||
| Upplýsingatækni | UPPT1OF05 | ||||||
| Verknám | VINN2LS08 | VINN3ÖH08 | VINN3GH08 | ||||
* Í stað dönsku má taka norsku eða sænsku
