fbpx

Sem kunnugt er hefur verið opnað á staðnám í framhaldsskólum frá og með 1. janúar. Það eru góðar fréttir. Til að byrja með er verknám og fagbóklegt og starfsbraut kennt í staðnámi frá og með 6. janúar, aðrir áfangar eru í fjarkennslu 6.-8. janúar. Staðnám í öllum áföngum í FVA hefst mánudaginn 11. janúar 2021.

Eftirfarandi gildir í FVA frá 1. -12. janúar, ef ekki kemur til annarra sóttvarnaraðgerða:

Mánudagur 4. janúar: Starfsdagur.
Þriðjudagur 5. janúar: Nemendur í verknámi koma á heimavist frá kl. 17. Náms- og starfsráðgjöf er í húsi og hægt að bóka tíma í Innu eða með tölvupósti.
Miðvikudagur 6. janúar. Starfsbraut, verklegir og fagbóklegir áfangar kenndir í húsi, aðrir áfangar í fjarkennslu. Heimavist opin fyrir nemendur í verknámi, mötuneyti opið, bókasafn opið, námsráðgjöf í húsi. Bóknám í fjarkennslu.
Fimmtudagur 7. janúar: Sama
Föstudagur 8. janúar: Sama
Mánudagur 11. janúar: Staðnám hefst í bæði bók- og verklegu og íþróttum. Grímuskylda, allir hjálpast að við að sótthreinsa snertifleti í stofu að lokinni kennslustund. Bóknámsnemar koma á heimavist sunnud. 10. janúar frá kl 17.

Athugið!

  • Grímuskylda er í skólanum og á heimavist án undantekninga. Einnota grímur og spritt í boði
  • 30 manns mega vera í hverju rými á hverjum tíma
  • Gangar og anddyri eru samgönguæðar en þar skal ekki hópast saman.
  • Bókasafn opið, ath 2ja metra regla gildir
  • Mötuneyti opið og matsalur tvískiptur, 30 manns í hvorum hluta
  • Áfram gildir skilyrðislaus handþvottur og sprittun og ábyrgð á eigin sóttvörnum

Upplýsingafundur fyrir nemendur og foreldra verður þriðjudaginn 5. janúar kl. 16 á Teams. Hlekkur á fundinn verður sendur út samdægurs og verður einnig aðgengilegur á heimasíðu skólans þann dag. Stjórnendur og námsráðgjafar fara yfir skipulag skólastarfsins og sitja fyrir svörum.