Í gær komu á þriðja hundrað grunnskólanemendur af öllu Vesturlandi í heimsókn í FVA. Fjörið hófst í Salnum, síðan var farin skoðunarferð um skólann, litið inn í kennslustofur og sitthvað þar til gamans gert. Pylsuveisla var haldin og gestirnir síðan leystir út með kveðjugjöf.
Takk öll fyrir komuna!
Sjáumst í haust!





