fbpx

Afrekssviðið fer vel af stað þetta haustið, nú eru 73 nemendur á sviðinu ásamt 14 kennurum og þjálfurum. Aldrei hefur verið boðið upp á jafn margar íþróttagreinar, en þær eru: Fimleikar, golf, keila, knattspyrna, klifur, körfubolti og sund. Afrekssviðið er samstarfsverkefni FVA, Akraneskaupstaðar og ÍA.

Nemendur á Afrekssviði mæta á æfingar hjá sínu íþróttafélagi á skólatíma tvisvar í viku ásamt því að fara í einn þrektíma á viku. Að auki fá nemendur bóklega kennslu einu sinni í viku þar sem farið eru yfir markmiðasetningu, líffærafræði, styrk, kraft, þol, sálrænan þátt, liðsheild, svefn, hvíld, íþróttameiðsl og fleira.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá brot frá æfingum hjá íþróttafélögum í byrjun september.