í dag er til moldar borinn í Reykjavík Ormar Þór Guðmundsson, arkitekt (1935-2024). Hann ólst upp á Jaðarsbrautinni á Akranesi. Hann teiknaði m.a. B-álmu Fjölbrautaskólans og Landsbankahúsið á Akranesi, Versló og Flensborgarskólann. Flestar byggingar sem hann teiknaði eru í brútalískum stíl sem er angi af módernískum arkitektúr þar sem stór form og hrá áferð steypunnar fá að njóta sín. Lengi var B álman kölluð Ormarshús en gengur nú undir hinu lítt skáldlega nafni B-álma.