fbpx

Fjórir nemendur FVA, þeir Almar Sindri Daníelsson Glad, Björn Jónatan Björnsson, Róbert Smári Jónsson og Viktor Orri Pétursson tóku þátt í einu fjölmennustu hnefaleikamóti í Evrópu, HSK (Hillerød Sports Klub) Box Cup á Royal Stage, sem fór fram í Danmörku 11.–13. október sl. Viktor Orri fór beint í úrslit og vann til gullverðlauna á mótinu.

Viktor Orri sigraði með einróma dómaraákvörðun og tryggði sér það með gullið (Mynd: Instagram HAK)

Almar á móti andstæðingi sínum frá Hillerød.

Þeir héldu svo á hnefaleikamótið POWR Box Cup í Lilleström, Noregi 19.-20. október sl. Björn Jónatan kláraði báða andstæðinga sína og vann gullið. Hann var jafnframt valinn besti u17 boxari mótsins.  

Björn Jónatan.

Róbert Smári barðist í undanúrslitum við sama andstæðing og hann mætti helgina á undan á mótinu í Hilleröd og kom heim með bronsið.

Róbert Smári.

Glæsilegur árangur hjá nemendum okkar og innilega til hamingju!

Flottur hópur í Noregi.

Sjá nánar um mótið POWR Box Cup á vefsíðu MMA frétta.