fbpx

Skólinn hlaut fimmta græna skrefið á dögunum, en markmið verkefnisins Græn skref er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi opinberra stofnana og efla umhverfisvitund starfsfólks. Fyrsta, annað og þriðja skrefið komu í hús árið 2021, það fjórða 2022 og nú loks það fimmta. Margir hafa lagt hönd á plóg í þessu stóra verkefni og boðið var upp á grænar veitingar með morgunkaffinu í tilefni dagsins!

Til hamingju við!